Keppast um hylli Háskólans í Rvk. 13. mars 2005 00:01 Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?