Samstarfið yrði varla án átaka 11. mars 2005 00:01 Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða. Ekkert varð af fundi þeim með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra sem stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu fór fram á snemma í gærmorgun. Jón Gunnar sagði menn bíða viðbragða Markúsar en standa fast við þær ályktanir sem honum hafi verið sendar. Í þeim ályktunum er farið fram á að útvarpsstjóri endurskoði hið fyrsta þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Enn fremur hefur verið skorað á Auðun Georg að endurskoða sína afstöðu í kjölfar þess uppnáms sem ráðning hans hefur ollið. Jón Gunnar segir að meðan Markús Örn útvarpsstjóri sitji fastur við sinn keip standi Félag fréttamanna fast við samþykktir sínar og ályktanir. "Samþykkt okkar um að lýsa yfir vantrausti á Markús Örn stendur meðan hann sér ekki ástæðu til að svara. Hvað Auðun Georg varðar áttum við stutt spjall saman en þar kom ekkert nýtt fram og það er því biðstaða áfram." Formaðurinn sagði enn fremur að margir veltu uppsögnum fyrir sér á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hljóðið í starfsmönnum væri eðlilega afar þungt. Þegar hefur einn starfsmaður sagt formlega upp vegna ráðningar Auðuns; Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu, segist ekki sjá fyrir sér hvernig samstarf fréttamanna og nýráðins fréttastjóra fréttastofu Útvarps geti gengið upp án átaka og þess sem hann kallar sérkennilegra vinnubragða. Ekkert varð af fundi þeim með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra sem stjórn Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu fór fram á snemma í gærmorgun. Jón Gunnar sagði menn bíða viðbragða Markúsar en standa fast við þær ályktanir sem honum hafi verið sendar. Í þeim ályktunum er farið fram á að útvarpsstjóri endurskoði hið fyrsta þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg Ólafsson í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Enn fremur hefur verið skorað á Auðun Georg að endurskoða sína afstöðu í kjölfar þess uppnáms sem ráðning hans hefur ollið. Jón Gunnar segir að meðan Markús Örn útvarpsstjóri sitji fastur við sinn keip standi Félag fréttamanna fast við samþykktir sínar og ályktanir. "Samþykkt okkar um að lýsa yfir vantrausti á Markús Örn stendur meðan hann sér ekki ástæðu til að svara. Hvað Auðun Georg varðar áttum við stutt spjall saman en þar kom ekkert nýtt fram og það er því biðstaða áfram." Formaðurinn sagði enn fremur að margir veltu uppsögnum fyrir sér á fréttastofu Ríkisútvarpsins og hljóðið í starfsmönnum væri eðlilega afar þungt. Þegar hefur einn starfsmaður sagt formlega upp vegna ráðningar Auðuns; Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira