Fréttamenn íhuga að segja upp 10. mars 2005 00:01 Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp. Það hefur verið mikil ólga meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þegar hinn nýráðni fréttstjóri kom til fundar við undirmenn sína mætti enginn þeirra. Ástæðan er sú að Félag fréttamanna hélt fund á sama tíma og lýsti vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun, sagði vegið að sjálfstæði fréttastofunnar og ráðninguna augljóslega eingöngu á pólitískum forsendum. Fréttamenn telja að gengið hafi verið fram hjá reynslumeiri umsækjendum. Meirihluti fulltrúa stjórnarflokkanna í útvarpsráði mælti með Auðuni en hann var ekki meðal þeirra sem Bogi Ágústsson mælti með. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, segir mikinn hug í fólki og það geti alveg komið til þess að allir félagar í Félagi fréttamanna segi upp. Aðspurður hvort fréttamennirnir geti unnið undir útvarpsstjóra eftir að búið sé að lýsa yfir vantrausti á hann segir Gunnar að fréttamenn treysti Markúsi Erni sem útvarpsstjóra ekki lengur til að gæta þeirra faglegu hagsmuna fréttastofanna vegna þeirrar ákvörðunar sem hann tók. Vegna fundarins voru ekki neinar fréttir í Ríkisútvarpinu klukkan tíu og hádegisfréttatími aðeins um tíu mínútur vegna almenns starfsmannafundar í hádeginu. Jón Gunnar segir aðspurður að fréttamenn gæti öryggishlutverks Ríkisútvarpsins. Það sé alltaf maður á vakt og ef til slíkra atburða kæmi að það þyrfti að láta alþjóð vita þá standi ekki á fréttamönnum að gera það. Starfsmannafundurinn samþykkti í leynilegri atkvæðagreiðslu að skora á útvarpsstjóra að endurskoða ráðninguna. Tæplega tvö hundruð starfsmenn, eða tveir þriðju hlutar fastráðinna starfsmanna, greiddu atkvæði og 178 samþykktu ályktunina. Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins, segir aðspurð að starfsmenn séu ekki tilbúnir að gefa upp að svo komnu máli til hvaða aðgerða þeir geti gripið ef ráðningin verði ekki dregin til baka. Starfsmenn ætli ekki að láta valta yfir sig í þessu máli heldur vinna sigur. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri vildi ekki veita viðtal í dag en sagði í morgun, fyrir starfsmannafundina, þegar fréttamaður rakst á hann á göngum Útvarpshússins að hann hefði sagt allt í gær sem hefði um málið að segja. Spurður um ákvörðun fréttamanna að mæta ekki á fund nýs yfirmanns síns sagði Markús Örn að það væri þeirra ákvörðun. Aðspurður hvort hann stæði við ráðninguna á nýjum fréttastjóra sagði Markús að málið væri afgreitt eins og tilkynnt hefði verið í gær og ekki yrði bakka með það.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira