Útvarpsstjóri brást 10. mars 2005 00:01 Vísir Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Engar umræður fóru fram á útvarpsráðsfundi um þá fimm umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, las upp yfirlýsingu í upphafi fundar þess efnis að meirihluti ráðsins, fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, myndu mæla með Auðuni Georg Ólafssyni til starfsins. Útvarpsstjóri bar ekki fram ósk um faglega umfjöllun ráðsins á hæfni umsækjenda og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði. "Fulltrúar meirihlutans voru búnir að ákveða þetta fyrir fundinn og yfirlýsingin var lesin upp strax í upphafi þess dagskrárliðar þar sem tekin var fyrir ráðning fréttastjóra," sagði hann. "Ég átti von á að tekin yrði umræða um þetta góða fólk sem hafði verið mælt með til starfans, en sú umræða fór aldrei fram. Meðmæli meirihlutans bar að með þessum hætti sem ég hef lýst, og minnihlutinn var alveg óvarinn fyrir þessum vinnubrögðum og óundirbúinn, enda erfitt að ætla sér að gera eitthvað þegar séð er að meirihlutinn ætlar bæði að hunsa álit og meðmæli stjórnenda útvarpsins og ekki einu sinni rökræða neitt við aðra útvarpsráðsmenn um hæfni þeirra sem voru þarna efstir á blaði." Kjartan sagði að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefði gefið það í skyn, þegar hann hefði verið búinn að ráða Auðun Georg, að hann hefði verið tilneyddur til þess vegna þess að það hefðu verið einu tilmælin sem komið hefðu fram. "Hann er að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. Hann gerði enga tilraun til þess á fundinum að hann óskaði eftir að við ræddum um þá sem höfðu bestu meðmælin. Þarna brugðust bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð. Þetta gæti aldrei viðgengist í venjulegu fyrirtæki sem væri á samkeppnismarkaði. Þar myndu menn gera upp málin en í útvarpinu virðist vera hægt að gera hvað sem er í pólitísku skjóli."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira