Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur 9. mars 2005 00:01 Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira