Gríðarleg reiði meðal fréttamanna 9. mars 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira