Gríðarleg reiði meðal fréttamanna 9. mars 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent