Blóðstrimlar í opinn reikning 9. mars 2005 00:01 Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira