Menning

Alsæla leiðir til þunglyndis

Háskólinn í Cambridge rannsakaði 124 manns og komst að því að fólk með tiltekna genasamsetningu sýndi sterk einkenni þunglyndis eftir notkun eiturlyfsins alsælu. Vísindamennirnir telja þetta sýna að hætta sé á að alsælu-neytendur geti átt eftir að eiga við langtíma geðsjúkdóma. Vitað er að alsæla hefur áhrif á serótín, en genin sem flytja serótín voru sérstaklega skoðuð. Allir bera tvær ólíkar tegundir af hverju geni, en samsetning á þeim getur verið mismunandi frá manni til manns og sýndi rannsóknin að þeir sem hafa svokallaða ss-samsetningu er hættara við þunglyndi. Það sem þykir þó einna merkilegast við þessa rannsókn er að hún sýnir að alsæla veldur langvarandi breytingum á heilanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×