Alvarlegar breytingar 8. mars 2005 00:01 "Ég tel að ef af ræktun erfðabreyttra lífvera utanhúss verður á Íslandi geti það orðið eitt afdrifaríkasta spor sem stigið hefur verið í íslenskum landbúnaði," segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu og lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Íslands. Þar vísar hann til greinar í Bændablaðinu 14. desember sl. þar sem fram kemur að ORF-Líftækni hf. hyggist hefja ræktun erfðabreytts byggs utanhúss á ótilgreindum svæðum, eftir fjögurra ára tilraunir með slíka ræktun í gróðurhúsum. Tilgangurinn með þeirri ræktun er framleiðsla á sérvirkum prótínum til notkunar í lyfjaþróun, iðnaði og landbúnaði. Þessi mál verða rædd á yfirstandandi Búnaðarþingi. Fyrir þá sem ekki vita hvað erfðabreyttar plöntur eru skal upplýst að þær verða til þar sem nýrri tækni hefur verið beitt til að búa til ný afbrigði, þ.e. plöntu með nýjan eiginleika. Með sérstökum aðferðum eru gen valin og einangruð úr einni lífveru og flutt yfir í nytjaplöntuna sem vantar þetta gen. Þau stýra þá ákveðnum eiginleika sem talinn er eftirsóknarverður og getur til dæmis verið ónæmi gegn ákveðnum illgresiseyðum, meira þol gegn frosti eða næringaríkari forðaprótín í fræi. Ólafur telur hin lyfjavirku prótín í byggi Orfs óhjákvæmilega fara út í jarðveginn ef um utanhússræktun er að ræða, þau smitist út í grunnvatnið, fuglar himins beri efnin með sér og vindur feyki frjókornum þeirra yfir í aðrar spildur. "Ég skil ekkert í að ekki skuli hafa komið fram athugasemdir við þessi áform og engir varnaglar skuli slegnir," segir hann og finnst greinilega að Íslendingar taki þarna óþarfa áhættu. "Þessi stefna stangast algerlega á við þá ímynd sem við viljum hafa sem umhverfisvænt land með hreinar og náttúrulegar afurðir. Hún ógnar framtíð lífræns búskapar í landinu og útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða," segir hann og bætir við: "Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið." Nýlega var opnaður vefurinn erfdabreytt.net Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég tel að ef af ræktun erfðabreyttra lífvera utanhúss verður á Íslandi geti það orðið eitt afdrifaríkasta spor sem stigið hefur verið í íslenskum landbúnaði," segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu og lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Íslands. Þar vísar hann til greinar í Bændablaðinu 14. desember sl. þar sem fram kemur að ORF-Líftækni hf. hyggist hefja ræktun erfðabreytts byggs utanhúss á ótilgreindum svæðum, eftir fjögurra ára tilraunir með slíka ræktun í gróðurhúsum. Tilgangurinn með þeirri ræktun er framleiðsla á sérvirkum prótínum til notkunar í lyfjaþróun, iðnaði og landbúnaði. Þessi mál verða rædd á yfirstandandi Búnaðarþingi. Fyrir þá sem ekki vita hvað erfðabreyttar plöntur eru skal upplýst að þær verða til þar sem nýrri tækni hefur verið beitt til að búa til ný afbrigði, þ.e. plöntu með nýjan eiginleika. Með sérstökum aðferðum eru gen valin og einangruð úr einni lífveru og flutt yfir í nytjaplöntuna sem vantar þetta gen. Þau stýra þá ákveðnum eiginleika sem talinn er eftirsóknarverður og getur til dæmis verið ónæmi gegn ákveðnum illgresiseyðum, meira þol gegn frosti eða næringaríkari forðaprótín í fræi. Ólafur telur hin lyfjavirku prótín í byggi Orfs óhjákvæmilega fara út í jarðveginn ef um utanhússræktun er að ræða, þau smitist út í grunnvatnið, fuglar himins beri efnin með sér og vindur feyki frjókornum þeirra yfir í aðrar spildur. "Ég skil ekkert í að ekki skuli hafa komið fram athugasemdir við þessi áform og engir varnaglar skuli slegnir," segir hann og finnst greinilega að Íslendingar taki þarna óþarfa áhættu. "Þessi stefna stangast algerlega á við þá ímynd sem við viljum hafa sem umhverfisvænt land með hreinar og náttúrulegar afurðir. Hún ógnar framtíð lífræns búskapar í landinu og útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða," segir hann og bætir við: "Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið." Nýlega var opnaður vefurinn erfdabreytt.net
Heilsa Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“