Óvenjulegur kvöldverður 6. mars 2005 00:01 Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki Hús og heimili Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Sjá meira
Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki
Hús og heimili Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Sjá meira