Laun eftir færni og getu 6. mars 2005 00:01 "Eðlilegar ástæður eru oftast fyrir launamun milli kvenna og karla í sambærilegu starfi," segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, sem hélt fyrirlestur á málþingi um launajafnrétti sem haldið var á Bifröst í síðasta mánuði. "Einstaklingsbundin viðmið við launaákvarðanir" hét fyrirlesturinn og hóf hún hann á að varpa upp myndum af fótboltamönnum. "Ég notaðist við þá sem líkingu, því við vitum jú að menn sem eru í sama liði og spila sömu stöðu eru misverðmætir. Þeir færustu eru mun meira virði en þeir sem ekki standa sig jafnvel og eru laun þeirra samkvæmt því," segir Hrafnhildur. "Sömu lögmál gilda á vinnumarkaði, þar sem fólk á að fá laun eftir færni og getu og þar með verðgildi en ekki kyni," segir Hrafnhildur. Hlutlægar og málefnalegar ástæður verða að vera fyrir launamun kvenna og karla í sama eða sambærilegu starfi, og ef á reynir liggur það á vinnuveitandum að sýna fram á þessar ástæður," segir Hrafnhildur. Þessar ástæður geta ráðist af ýmsum þáttum svo sem markaðsaðstæðum, frammistöðu, þekkingu og menntun, starfsreynslu og sveigjanleika. Aðilar á samkeppnismarkaði geta ekki leyft sér að horfa framhjá slíkum þáttum þegar þeir verðlauna starfsmenn -- kynferði á ekki að skipta máli. Aðstöðumunur hefur verið á milli kynjanna hvað varðar möguleika til fullrar atvinnuþátttöku. "Sú skoðun hefur verið ríkjandi að konur séu enn að bera mun meiri ábyrgð á heimilishaldinu en karlmenn. Þessi jöfnuður sem kominn er á vinnumarkaði hefur ekki alveg flust inn á heimilin og veikt samkeppnisstöðu kvenna í atvinnulífinu, en við bæði teljum og vonum að það sé að breytast," segir Hrafnhildur. Atvinna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Eðlilegar ástæður eru oftast fyrir launamun milli kvenna og karla í sambærilegu starfi," segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, sem hélt fyrirlestur á málþingi um launajafnrétti sem haldið var á Bifröst í síðasta mánuði. "Einstaklingsbundin viðmið við launaákvarðanir" hét fyrirlesturinn og hóf hún hann á að varpa upp myndum af fótboltamönnum. "Ég notaðist við þá sem líkingu, því við vitum jú að menn sem eru í sama liði og spila sömu stöðu eru misverðmætir. Þeir færustu eru mun meira virði en þeir sem ekki standa sig jafnvel og eru laun þeirra samkvæmt því," segir Hrafnhildur. "Sömu lögmál gilda á vinnumarkaði, þar sem fólk á að fá laun eftir færni og getu og þar með verðgildi en ekki kyni," segir Hrafnhildur. Hlutlægar og málefnalegar ástæður verða að vera fyrir launamun kvenna og karla í sama eða sambærilegu starfi, og ef á reynir liggur það á vinnuveitandum að sýna fram á þessar ástæður," segir Hrafnhildur. Þessar ástæður geta ráðist af ýmsum þáttum svo sem markaðsaðstæðum, frammistöðu, þekkingu og menntun, starfsreynslu og sveigjanleika. Aðilar á samkeppnismarkaði geta ekki leyft sér að horfa framhjá slíkum þáttum þegar þeir verðlauna starfsmenn -- kynferði á ekki að skipta máli. Aðstöðumunur hefur verið á milli kynjanna hvað varðar möguleika til fullrar atvinnuþátttöku. "Sú skoðun hefur verið ríkjandi að konur séu enn að bera mun meiri ábyrgð á heimilishaldinu en karlmenn. Þessi jöfnuður sem kominn er á vinnumarkaði hefur ekki alveg flust inn á heimilin og veikt samkeppnisstöðu kvenna í atvinnulífinu, en við bæði teljum og vonum að það sé að breytast," segir Hrafnhildur.
Atvinna Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira