Laun eftir færni og getu 6. mars 2005 00:01 "Eðlilegar ástæður eru oftast fyrir launamun milli kvenna og karla í sambærilegu starfi," segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, sem hélt fyrirlestur á málþingi um launajafnrétti sem haldið var á Bifröst í síðasta mánuði. "Einstaklingsbundin viðmið við launaákvarðanir" hét fyrirlesturinn og hóf hún hann á að varpa upp myndum af fótboltamönnum. "Ég notaðist við þá sem líkingu, því við vitum jú að menn sem eru í sama liði og spila sömu stöðu eru misverðmætir. Þeir færustu eru mun meira virði en þeir sem ekki standa sig jafnvel og eru laun þeirra samkvæmt því," segir Hrafnhildur. "Sömu lögmál gilda á vinnumarkaði, þar sem fólk á að fá laun eftir færni og getu og þar með verðgildi en ekki kyni," segir Hrafnhildur. Hlutlægar og málefnalegar ástæður verða að vera fyrir launamun kvenna og karla í sama eða sambærilegu starfi, og ef á reynir liggur það á vinnuveitandum að sýna fram á þessar ástæður," segir Hrafnhildur. Þessar ástæður geta ráðist af ýmsum þáttum svo sem markaðsaðstæðum, frammistöðu, þekkingu og menntun, starfsreynslu og sveigjanleika. Aðilar á samkeppnismarkaði geta ekki leyft sér að horfa framhjá slíkum þáttum þegar þeir verðlauna starfsmenn -- kynferði á ekki að skipta máli. Aðstöðumunur hefur verið á milli kynjanna hvað varðar möguleika til fullrar atvinnuþátttöku. "Sú skoðun hefur verið ríkjandi að konur séu enn að bera mun meiri ábyrgð á heimilishaldinu en karlmenn. Þessi jöfnuður sem kominn er á vinnumarkaði hefur ekki alveg flust inn á heimilin og veikt samkeppnisstöðu kvenna í atvinnulífinu, en við bæði teljum og vonum að það sé að breytast," segir Hrafnhildur. Atvinna Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Eðlilegar ástæður eru oftast fyrir launamun milli kvenna og karla í sambærilegu starfi," segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, sem hélt fyrirlestur á málþingi um launajafnrétti sem haldið var á Bifröst í síðasta mánuði. "Einstaklingsbundin viðmið við launaákvarðanir" hét fyrirlesturinn og hóf hún hann á að varpa upp myndum af fótboltamönnum. "Ég notaðist við þá sem líkingu, því við vitum jú að menn sem eru í sama liði og spila sömu stöðu eru misverðmætir. Þeir færustu eru mun meira virði en þeir sem ekki standa sig jafnvel og eru laun þeirra samkvæmt því," segir Hrafnhildur. "Sömu lögmál gilda á vinnumarkaði, þar sem fólk á að fá laun eftir færni og getu og þar með verðgildi en ekki kyni," segir Hrafnhildur. Hlutlægar og málefnalegar ástæður verða að vera fyrir launamun kvenna og karla í sama eða sambærilegu starfi, og ef á reynir liggur það á vinnuveitandum að sýna fram á þessar ástæður," segir Hrafnhildur. Þessar ástæður geta ráðist af ýmsum þáttum svo sem markaðsaðstæðum, frammistöðu, þekkingu og menntun, starfsreynslu og sveigjanleika. Aðilar á samkeppnismarkaði geta ekki leyft sér að horfa framhjá slíkum þáttum þegar þeir verðlauna starfsmenn -- kynferði á ekki að skipta máli. Aðstöðumunur hefur verið á milli kynjanna hvað varðar möguleika til fullrar atvinnuþátttöku. "Sú skoðun hefur verið ríkjandi að konur séu enn að bera mun meiri ábyrgð á heimilishaldinu en karlmenn. Þessi jöfnuður sem kominn er á vinnumarkaði hefur ekki alveg flust inn á heimilin og veikt samkeppnisstöðu kvenna í atvinnulífinu, en við bæði teljum og vonum að það sé að breytast," segir Hrafnhildur.
Atvinna Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira