Innlent

Ráðuneytið krefst girðingar strax

 Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir hefur vikum saman reynt án árangurs að ná samningum við landeigendur um legu girðingarinnar, svo viðunandi sé. Samningaleiðin þykir nú fullreynd. Það var í byrjun desember sem þrjú hross drápust af miltisbrandssýkingu á Sjónarhóli og lóga varð því fjórða. Samkvæmt tilskipun landbúnaðarráðuneytisins átti að girða hólfið sem hestarnir voru í af fyrir jól. Ráðuneytið greiddi fyrir efni og vinnu. Landeigendur voru ósáttir við legu girðingarinnar. Verktaki hóf ítrekað vinnu við hana en var nær jafnharðan stöðvaður aftur. "Það verður nú girt eins og upprunalega var skipulagt, um þetta beitarhólf sem hestarnir voru í," sagði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. "Þetta hefur dregist of lengi meðan verið var að reyna að ná samkomulagi við alla hlutaðeigandi. Að vísu en bann við lausagöngu búfjár í hreppnum, en nú geta farið að slæðast einhverjar skepnur um þegar tekur að vora."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×