Innlent

Fá endurgreitt vegna Vioxx

 Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kveðst fagna þessum málalokum og því frumkvæði sem fyrirtækið hefur sýnt í þessu máli. Lyfið Vioxx var tekið af markaði í lok september í fyrra að frumkvæði framleiðendanna. Rannsóknir höfðu þá sýnt of tíðar og hættulegar aukaverkanir á æðar í hjarta og heila.   Merck Sharp & Dohme á Íslandi bauðst til þess að endurgreiða sjúklingahlutann þegar lyfið var innkallað. Í desember féllst það síðan á að endurgreiða lyfið að fullu. Sú hálfa fimmta milljón sem fyrirtækið greiðir TR samsvarar greiðsluhluta stofnunarinnar í lyfjapakkningunum sem sjúklingar skiluðu inn frá því lyfið var innkallað til síðustu áramóta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×