Þjóðir bregðist við hættunni 24. febrúar 2005 00:01 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur ekki meira hættu á heimsfaraldi, vegna fuglaflensunnar, hafa verið síðan á árinu 1968. Þetta staðfestir Davíð Á. Gunnarsson formaður lþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Davíð var síðast í sambandi við stofnunina í Genf í gær. Hann sagði að samkvæmt upplýsingum þaðan væri ástandið óbreytt frá síðasta fundi stjórnarinnar 20. janúar 2005. Davíð kvaðst telja að nýleg orð dr. Shigeru Omi, fulltrúa stofnunarinnar, væru einungis sögð í framhaldi af því sem rætt hefði verið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í janúar. Þar væru ekki á ferðinni ný tíðindi. Hitt bæri að hafa í huga að þörf er á að ver á varðbergi vegna yfirvofandi faraldurs. "Nauðsynlegt er að þjóðir heimsins fari yfir viðbúnaðaráætlanir og geri þær ráðstafanir sem hægt er," sagði Davíð. Hann sagði enn fremur að á fundinum hefðu orðið umræður um hvernig ætti að fjármagna lyf og bóluefni ef fuglaflensa smitaðist milli manna. Rauði þráðurinn í þeim umræðum hefði verið sá, að þjóðir heims ættu að eiga aðgang að ódýrum lyfjum og bóluefni, jafnt fátækari löndin sem hin efnaðri. Á fundinum var lögð fram skýrsla um stöðu mála, að sögn Davíðs. Hann sagði, að niðurstaða umræðna um hana hefði leitt til samþykktar tillögu þess efnis, að öll aðildarríkin væru hvött til að koma á viðbúnaði vegna heimsfaraldurs inflúensu. Skyldi hann miða að því að draga úr heilsutjóni, svo og efnahagslegum og félagslegum afleiðingum slíks faraldurs. Stjórnin hefði lýst á þessum fundi áhyggjum af almennum ónógum viðbúnaði vegna inflúensufaraldurs. Herða þyrfti alþjóðlegt eftirlit í því tilliti. "Þetta samþykkti stjórnin sem tillögu til 58. þings Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem haldið verður í maí næstkomandi," sagði Davíð. "Tillagan verður áreiðanlega samþykkt á því þingi."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels