Neysla einstæðra milljón umfram te 24. febrúar 2005 00:01 Útgjöld heimila vegna neyslu voru fjórðungi hærri árið 2002 en 1995 að því er fram kom í svari Davíðs Oddssonar, ráðherra Hagstofu Íslands, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar. "Hækkun á útgjöldum vegna neyslu stafar fyrst og fremst vegna þess að neysla er einfaldlega meiri nú en áður," segir Jóhanna. Hún bendir jafnframt á að athyglisvert sé að skoða hvernig aukningin skiptist milli fjölskyldugerða. Neysluútgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist talsvert meira en hjá einstæðum foreldrum. Hjón og sambúðarfólk eyddu fjórðungi hærri upphæð í neyslu árið 2002 en átta árum fyrr en einstæðir foreldrar eyddu um 16 prósentum hærri upphæð. Meðalneysla barnlausra hjóna og sambúðarfólks jókst um fjórðung á tímabilinu, eða úr rúmlega 2,9 milljón króna í 3,7 milljónir. Neysla hjóna og sambýlisfólks með börn jókst um sama hlutfall en fór úr 3,9 milljónum í 4,9 milljónir að meðaltali á ári, að sögn Jóhönnu. Útgjöld einstæðra foreldra jukust minnst, eða um rúm 8 prósent. Einstæðir foreldrar eyddu um 2,8 milljónum í neyslu á ári að meðaltali árið 1995 en um 3 milljónum árið 2002. Einstaklingar eyddu um 11 prósentum meira vegna neyslu árið 2002 en átta árum áður og jókst neysla þeirra úr 1,8 milljónum í um tvær milljónir. Jóhanna bendir á að þegar neysluútgjöldin eru borin saman við meðaltekjur ársins 2003 komi í ljós hve mikill hluti tekna einstaklinga og einstæðra foreldra fari í neyslu. Hún bendir á þá staðreynd að stærsti hluti einstæðra foreldra er konur og að meðaltekjur kvenna voru undir tveimur milljónum árið 2003. Útgjöld einstæðra foreldra á árinu 2002, á verðlagi ársins 2004 hafi hins vegar verið nálægt 3 milljónum. "Um eina milljón virðist því vanta til að meðalatvinnutekjur einstæðra foreldra hrökkvi fyrir neysluútgjöldum eins og þau eru skilgreind hjá Hagstofu Íslands," segir Jóhanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Útgjöld heimila vegna neyslu voru fjórðungi hærri árið 2002 en 1995 að því er fram kom í svari Davíðs Oddssonar, ráðherra Hagstofu Íslands, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttir, þingmanns Samfylkingarinnar. "Hækkun á útgjöldum vegna neyslu stafar fyrst og fremst vegna þess að neysla er einfaldlega meiri nú en áður," segir Jóhanna. Hún bendir jafnframt á að athyglisvert sé að skoða hvernig aukningin skiptist milli fjölskyldugerða. Neysluútgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist talsvert meira en hjá einstæðum foreldrum. Hjón og sambúðarfólk eyddu fjórðungi hærri upphæð í neyslu árið 2002 en átta árum fyrr en einstæðir foreldrar eyddu um 16 prósentum hærri upphæð. Meðalneysla barnlausra hjóna og sambúðarfólks jókst um fjórðung á tímabilinu, eða úr rúmlega 2,9 milljón króna í 3,7 milljónir. Neysla hjóna og sambýlisfólks með börn jókst um sama hlutfall en fór úr 3,9 milljónum í 4,9 milljónir að meðaltali á ári, að sögn Jóhönnu. Útgjöld einstæðra foreldra jukust minnst, eða um rúm 8 prósent. Einstæðir foreldrar eyddu um 2,8 milljónum í neyslu á ári að meðaltali árið 1995 en um 3 milljónum árið 2002. Einstaklingar eyddu um 11 prósentum meira vegna neyslu árið 2002 en átta árum áður og jókst neysla þeirra úr 1,8 milljónum í um tvær milljónir. Jóhanna bendir á að þegar neysluútgjöldin eru borin saman við meðaltekjur ársins 2003 komi í ljós hve mikill hluti tekna einstaklinga og einstæðra foreldra fari í neyslu. Hún bendir á þá staðreynd að stærsti hluti einstæðra foreldra er konur og að meðaltekjur kvenna voru undir tveimur milljónum árið 2003. Útgjöld einstæðra foreldra á árinu 2002, á verðlagi ársins 2004 hafi hins vegar verið nálægt 3 milljónum. "Um eina milljón virðist því vanta til að meðalatvinnutekjur einstæðra foreldra hrökkvi fyrir neysluútgjöldum eins og þau eru skilgreind hjá Hagstofu Íslands," segir Jóhanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira