Logandi átök um Landsvirkjun 22. febrúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira