Gaman að rölta um og skoða borgina 22. febrúar 2005 00:01 Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það. Heilsa Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það.
Heilsa Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira