Siv og Una María víki 21. febrúar 2005 00:01 Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira