Sjóðirnir liggja frystir í banka 21. febrúar 2005 00:01 Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. Í þættinum Einu sinni var sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld rifjar Stefán upp sögu Bandalags jafnaðarmanna. Í viðtali við Evu Maríu Jónsdóttur segir Stefán frá þeirri orrahríð sem gekk yfir eftir lát forystumannsins, Vilmundar Gylfasonar. Til að gera langa sögu afar stutta var Stefán sakaður um fjármálamisferli og bandalagsmenn gengu til samstarfs við Alþýðuflokkinn. Í kjölfarið tilkynnti Stefán að hann myndi hætta þátttöku í stjórnmálum og þá hætti „gjörningaveðrið“ að hans sögn, nema að ákveðnir aðilar gerðu tilkall til þeirra sjóða sem bandalagið hafi ítrekað reynt að skila fjármálaráðherra sem taldi sig ekki geta tekið við þeim. Því voru þeir frystir í Landsbankanum þangað til einhver sem gæti gert tilkall til þeirra gæfi sig fram. Það verður hins vegar aldrei að sögn Stefáns því búið hafi verið þannig um hnútana að ekki sé hægt að endurstofna Bandalag jafnaðarmanna en það er eini aðilinn sem geti gert tilkall til sjóðanna. Leiða má að því líkur að um sé að ræða það fjármagn sem stjórnmálaflokkar fá úr sjóðum ríkisins. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá fjármálaráðuneytinu í dag hefur engin krafa verið gerð af hendi ríkisins til fjárins. Þá virðist ekkert hafa verið bókfært hjá ráðuneytinu um þá beiðni að fyrrverandi fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, tæki við fénu á ný fyrir hönd ríkisins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Sjóðir Bandalags jafnaðarmanna liggja frystir í Landsbankanum og svo virðist sem enginn geti gert tilkall til þeirra. Stefán Benediktsson, fyrrverandi alþingismaður, segir flokkssystkin sín hafa ásælst sjóðina á sínum tíma en ekki haft erindi sem erfiði. Í þættinum Einu sinni var sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld rifjar Stefán upp sögu Bandalags jafnaðarmanna. Í viðtali við Evu Maríu Jónsdóttur segir Stefán frá þeirri orrahríð sem gekk yfir eftir lát forystumannsins, Vilmundar Gylfasonar. Til að gera langa sögu afar stutta var Stefán sakaður um fjármálamisferli og bandalagsmenn gengu til samstarfs við Alþýðuflokkinn. Í kjölfarið tilkynnti Stefán að hann myndi hætta þátttöku í stjórnmálum og þá hætti „gjörningaveðrið“ að hans sögn, nema að ákveðnir aðilar gerðu tilkall til þeirra sjóða sem bandalagið hafi ítrekað reynt að skila fjármálaráðherra sem taldi sig ekki geta tekið við þeim. Því voru þeir frystir í Landsbankanum þangað til einhver sem gæti gert tilkall til þeirra gæfi sig fram. Það verður hins vegar aldrei að sögn Stefáns því búið hafi verið þannig um hnútana að ekki sé hægt að endurstofna Bandalag jafnaðarmanna en það er eini aðilinn sem geti gert tilkall til sjóðanna. Leiða má að því líkur að um sé að ræða það fjármagn sem stjórnmálaflokkar fá úr sjóðum ríkisins. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá fjármálaráðuneytinu í dag hefur engin krafa verið gerð af hendi ríkisins til fjárins. Þá virðist ekkert hafa verið bókfært hjá ráðuneytinu um þá beiðni að fyrrverandi fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, tæki við fénu á ný fyrir hönd ríkisins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira