Dæmdur í 10 mánaða fangelsi 21. febrúar 2005 00:01 Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira