Hvað um holdsveikraspítalann? 21. febrúar 2005 00:01 Húsið, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er í deiliskipulagi, en lokaákvörðun er í höndum yfirvalda í Kópavogi. Fyrir tveimur árum keypti Kópavogsbær hluta af landi Kópavogshælisins af ríkinu og í kjölfarið var efnt til samkeppni meðal arkitekta um deiliskipulag svæðisins. Benjamín Magnússon arkitekt vann þá samkeppni og samkvæmt tillögum hans fellur gamla Holdsveikrahælið á lóðinni að því skipulagi. Húsið er hið merkilegasta, teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt, en það var kvenfélagið Hringurinn sem stóð að byggingu þess árið 1926. Þá var það hugsað sem hressingarhæli fyrir berklasjúklinga í Kópavogi. Á hælinu voru rúm fyrir 24 sjúklinga en upphaflega var ætlunin að vista þar einkum sjúklinga í afturbata, sem höfðu ekki náð fullri heilsu og þoldu ekki erfiðisvinnu. Vegna skorts á aðstöðu fyrir berklasjúklinga varð Kópavogshæli almennt berklahæli, líkt og Vífilsstaðir og Kristnes. Þegar herinn kom til landsins árið 1940 tók hann Holdsveikraspítalann í Laugarnesinu til eigin nota og sjúklingar þar voru vistaðir á berklahælinu. Þeir sem voru í Kópavoginum voru ýmist fluttir á Kristnesspítala eða Vífilsstaði. Síðustu holdsveikisjúklingarnir létust árið 1970 og síðan hefur lítil starfsemi verið í húsinu. Benjamín segir enn of snemmt að segja til um örlög hússins. "Í þeirri tillögu sem ég lagði fram á sínum tíma er get ráð fyrir að þetta hús muni standa áfram. Það eru hins vegar fleiri aðilar sem koma að þeirri ákvörðun og meta hvað er skynsamlegt að gera. Húsið hefur staðið ónotað um árabil og það er töluverð vinna að gera það upp. Í mínum drögum var eingöngu gert ráð fyrir þeim möguleika að húsið gæti staðið áfram, en ekki í hvaða samhengi. Það er yfirvalda að taka ákvörðun um það og ætla húsinu eitthvert hlutverk í framtíðinni." Hús og heimili Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Húsið, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er í deiliskipulagi, en lokaákvörðun er í höndum yfirvalda í Kópavogi. Fyrir tveimur árum keypti Kópavogsbær hluta af landi Kópavogshælisins af ríkinu og í kjölfarið var efnt til samkeppni meðal arkitekta um deiliskipulag svæðisins. Benjamín Magnússon arkitekt vann þá samkeppni og samkvæmt tillögum hans fellur gamla Holdsveikrahælið á lóðinni að því skipulagi. Húsið er hið merkilegasta, teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt, en það var kvenfélagið Hringurinn sem stóð að byggingu þess árið 1926. Þá var það hugsað sem hressingarhæli fyrir berklasjúklinga í Kópavogi. Á hælinu voru rúm fyrir 24 sjúklinga en upphaflega var ætlunin að vista þar einkum sjúklinga í afturbata, sem höfðu ekki náð fullri heilsu og þoldu ekki erfiðisvinnu. Vegna skorts á aðstöðu fyrir berklasjúklinga varð Kópavogshæli almennt berklahæli, líkt og Vífilsstaðir og Kristnes. Þegar herinn kom til landsins árið 1940 tók hann Holdsveikraspítalann í Laugarnesinu til eigin nota og sjúklingar þar voru vistaðir á berklahælinu. Þeir sem voru í Kópavoginum voru ýmist fluttir á Kristnesspítala eða Vífilsstaði. Síðustu holdsveikisjúklingarnir létust árið 1970 og síðan hefur lítil starfsemi verið í húsinu. Benjamín segir enn of snemmt að segja til um örlög hússins. "Í þeirri tillögu sem ég lagði fram á sínum tíma er get ráð fyrir að þetta hús muni standa áfram. Það eru hins vegar fleiri aðilar sem koma að þeirri ákvörðun og meta hvað er skynsamlegt að gera. Húsið hefur staðið ónotað um árabil og það er töluverð vinna að gera það upp. Í mínum drögum var eingöngu gert ráð fyrir þeim möguleika að húsið gæti staðið áfram, en ekki í hvaða samhengi. Það er yfirvalda að taka ákvörðun um það og ætla húsinu eitthvert hlutverk í framtíðinni."
Hús og heimili Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning