Í einangrun á Hrafnistu 17. febrúar 2005 00:01 Aldraður maður liggur nú í einangrun á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann er sýktur af Mosa- sjúkrahúsbakteríu. Bakterían greindist í honum fyrir fáeinum dögum, eftir að hann kom af hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Hugsanlegt er talið að maðurinn hafi smitast af öðrum sjúklingi sem lá á hjartadeild LSH í síðustu viku, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs spítalans. Eins og blaðið greindi frá í gær þurfti að loka nokkrum stofum á hjartadeildinni þar sem sjúklingur er var að koma af sjúkrahúsi erlendis reyndist sýktur af mosa - bakteríunni. Gamli maðurinn greindist hins vegar ekki fyrr en hann var kominn af spítalanum og inn á Hrafnistu. Í kjölfarið var nokkrum stofum lokað á hjartadeildinni, þeim sem gamli maðurinn n hafði farið í meðan hann dvaldi á spítalanum. Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu sagði að þarna væri um að ræða einstakt tilfelli. Þessi baktería gæti alltaf komið upp og fólk í heilbrigðiskerfinu byggi við að geta lent í. "Á Hrafnistu eru viðbrögðin nákvæmlega samkvæmt reglum frá sýkingavarnardeildum og Landlæknisembættinu," sagði Þyrí. "Það er einangrun og mjög stífar vinnureglur í kringum það. Hagsmunir einstaklinganna og starfsfólksins eru í fyrirrúmi." Spurð hvort þessi umræddi maður ætti ekki fremur heima á spítala en á dvalarheimili sagði Þyrí að þótt baktería ræktaðist frá einstakling þyrfti það ekki að þýða að hann væri veikur. "Við höfum allan aðbúnað hér til að setja fólk í einangrun," bætti hún við. "Að auki búum við svo vel hér að við höfum sérstakan sýkingahjúkrunarfræðing. Hann hefur sérþekkingu og sinnir þessum málum algjörlega hjá okkur. Ég huga að við séum eina öldrunarstofnunin sem hefur það þannig að við erum mjög vel faglega sett hvað það varðar." Þyrí sagði það áhyggjuefni að fjölónæmar bakteríur væru orðnar til. Þetta væri ástand sem ekki hefði sést hér fyrir nokkrum árum. Það yrði að bregðast við því. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Aldraður maður liggur nú í einangrun á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann er sýktur af Mosa- sjúkrahúsbakteríu. Bakterían greindist í honum fyrir fáeinum dögum, eftir að hann kom af hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Hugsanlegt er talið að maðurinn hafi smitast af öðrum sjúklingi sem lá á hjartadeild LSH í síðustu viku, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs spítalans. Eins og blaðið greindi frá í gær þurfti að loka nokkrum stofum á hjartadeildinni þar sem sjúklingur er var að koma af sjúkrahúsi erlendis reyndist sýktur af mosa - bakteríunni. Gamli maðurinn greindist hins vegar ekki fyrr en hann var kominn af spítalanum og inn á Hrafnistu. Í kjölfarið var nokkrum stofum lokað á hjartadeildinni, þeim sem gamli maðurinn n hafði farið í meðan hann dvaldi á spítalanum. Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu sagði að þarna væri um að ræða einstakt tilfelli. Þessi baktería gæti alltaf komið upp og fólk í heilbrigðiskerfinu byggi við að geta lent í. "Á Hrafnistu eru viðbrögðin nákvæmlega samkvæmt reglum frá sýkingavarnardeildum og Landlæknisembættinu," sagði Þyrí. "Það er einangrun og mjög stífar vinnureglur í kringum það. Hagsmunir einstaklinganna og starfsfólksins eru í fyrirrúmi." Spurð hvort þessi umræddi maður ætti ekki fremur heima á spítala en á dvalarheimili sagði Þyrí að þótt baktería ræktaðist frá einstakling þyrfti það ekki að þýða að hann væri veikur. "Við höfum allan aðbúnað hér til að setja fólk í einangrun," bætti hún við. "Að auki búum við svo vel hér að við höfum sérstakan sýkingahjúkrunarfræðing. Hann hefur sérþekkingu og sinnir þessum málum algjörlega hjá okkur. Ég huga að við séum eina öldrunarstofnunin sem hefur það þannig að við erum mjög vel faglega sett hvað það varðar." Þyrí sagði það áhyggjuefni að fjölónæmar bakteríur væru orðnar til. Þetta væri ástand sem ekki hefði sést hér fyrir nokkrum árum. Það yrði að bregðast við því.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira