Innlent

Myndir Muggs úr höndum lögreglu

Ríkissaksóknari hefur staðfest úrskurð sýslumanns á Patreksfirði sem felldi niður kæru vegna stuldar á þremur teikningum eftir Mugg. Rekja má málið til ársins 1991. Eldri kona í Króksfjarðarnesi kærði tónlistarkennara sinn sem hún segir hafa sótt teikningarnar án leyfis í galleríi í Reykjavík þar sem þær voru í geymslu. Hann segir teikningarnar hafa verið gjöf til sín. Teikningarnar hafa verið í geymslu sýslumannsins í tvö ár eða frá því þær voru sóttar á myndlistarsýningu á Bíldudal, sem sá kærði hélt. Hann fær nú myndirnar aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×