Hart deilt á forsætisráðherra 10. febrúar 2005 00:01 Hart var deilt á Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðtal Brynhildar Ólafsdóttur, fréttamanns á Stöð tvö, við forsætisráðherra sem sýnt var í gær. Þar lýsti Halldór aðdraganda þess að Ísland samþykkti að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak, afleiðingar þess og ástæður, en það var Össur Skarphéðinsson sem bað um tækifæri til að ræða um viðtalið á Alþingi. Halldór gagnrýndi túlkun Össurar á því sem fram kom í viðtalinu. Hann spurði hvort Össur vildi ekki lesa viðtalið áður en hann kæmi í pontu á Alþingi og sagði enn fremur að Össur gæti ekki ætlast til þess að þráspyrja hann um Íraksmálið ef Össur myndi ekki einu sinni sjálfur hvað Halldór hefði sagt í viðtalinu í gær. Halldór bent Össuri enn fremur á að hann hefði farið um landið undanfarna daga og rætt við fólkið í landinu sem hefði engan áhuga á Íraksmálinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, steig einnig í pontu og sagði það ekki rétt hjá forsætisráðherra að fólkinu í landinu væri alveg sama um málið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði í umræðunum að forsætisráðherra hefði loks viðurkennt með óbeinum hætti að varnarsamstarfið hefði verið lykillinn að skjótum viðbrögðum Íslands við beiðni Bandaríkjamanna um stuðning við innrásina. „Bandaríkjamönnum voru gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Og loks er viðurkennt óbeint að menn voru að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar,“ sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Hart var deilt á Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í dag um viðtal Brynhildar Ólafsdóttur, fréttamanns á Stöð tvö, við forsætisráðherra sem sýnt var í gær. Þar lýsti Halldór aðdraganda þess að Ísland samþykkti að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak, afleiðingar þess og ástæður, en það var Össur Skarphéðinsson sem bað um tækifæri til að ræða um viðtalið á Alþingi. Halldór gagnrýndi túlkun Össurar á því sem fram kom í viðtalinu. Hann spurði hvort Össur vildi ekki lesa viðtalið áður en hann kæmi í pontu á Alþingi og sagði enn fremur að Össur gæti ekki ætlast til þess að þráspyrja hann um Íraksmálið ef Össur myndi ekki einu sinni sjálfur hvað Halldór hefði sagt í viðtalinu í gær. Halldór bent Össuri enn fremur á að hann hefði farið um landið undanfarna daga og rætt við fólkið í landinu sem hefði engan áhuga á Íraksmálinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, steig einnig í pontu og sagði það ekki rétt hjá forsætisráðherra að fólkinu í landinu væri alveg sama um málið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði í umræðunum að forsætisráðherra hefði loks viðurkennt með óbeinum hætti að varnarsamstarfið hefði verið lykillinn að skjótum viðbrögðum Íslands við beiðni Bandaríkjamanna um stuðning við innrásina. „Bandaríkjamönnum voru gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Og loks er viðurkennt óbeint að menn voru að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar,“ sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira