Danska stjórnin heldur meirihluta 7. febrúar 2005 00:01 Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. Forsætisráðherrann segist ekki hrósa sigri fyrr en eftir talningu atkvæða og fyrrverandi formaður Jafnaðarmannaflokksins blæs á orðróm um að framtíð núverandi formanns sé í hættu. Danskir stjórnmálamenn geysast um landið þvert og endilangt þessa síðustu daga fyrir kosningarnar. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra kom meðal annars fram á opnum fundi með nemendum í Árósarháskóla. „Við viljum fá Anders Fogh,“ sungu stuðningsmenn forsætisráðherrans sem tóku vel á móti honum í Árósum. Svona uppákomur og samskonar kappræður og fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa velt upp umræðu um hvort kosningabaráttan hér í Danmörku sé að verða full bandarísk. Anders Curill, ritstjóri háskólablaðsins For Campus, segir sönginn minna svolítið á bandarískar aðferðir. „Þetta er vísir að öðrum aðferðum en hafa þekkst í Danmörku fram að þessu,“ segir Curill. En innandyra var það alvaran. Nýlegar tölur um að að útgjöld á hvern nemanda hafi lækkað á svo til öllum skólastigum komu til tals. Anders Fogh svaraði þannig að heildarútgjöld til menntamála hefðu hækkað frá því að hann tók við 2001 „Við þurfum því að styðja verulega við menntun, allt frá grunnskólanum upp í endurmenntun. Það er mikil áskorun að gera Danmörku að forystulandi í menntamálum,“ sagði ráðherrann. Venstre missir aðeins flugið í nýjustu skoðanakönnunum en meirihlutinn heldur þó velli. Rasmussen sagði í stuttu spjalli við Stöð 2 eftir fundinn í Árósum að hann vildi ekki hrósa sigri fyrr en búið væri að telja uppúr kjörkössunum. Jafnaðarmönnum hefur verið spáð verstu úrslitum í 30 ár og rætt um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, sé valtur í sessi. Formaður flokksins á undan Lykketoft og Poul Nyrup Rasmussen var Svend Auken. Hann segir jafnaðarmenn hafa langa reynslu af því að styðja sitt fólk þótt á móti blási. Aðspurður hvað honum finnist um að rætt hafi verið um að Lykketoft hætti sem formaður segir Auken vissulega mikið hafa verið rætt um það en það hafi mest verið meðal almennra borgara. „Að minnsta kosti styð ég hann og ég held að langflestir meðlimir flokksins telji Mogens Lykketoft vera góðan formann,“ segir Auken. Staða fimm stærstu flokka er þessi samkvæmt skoðanakönnun Megafone í dag: Frjálslyndi hægri flokkurinn Venstre missir tvö prósent, jafnaðarmenn missa fjögur prósent en miðjuflokkurinn Radikale Venstre bætir við sig fimm prósentum. Danski þjóðarflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu kosningum. Það er því útlit fyrir spennandi þingkosningar í Danmörku á morgun
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira