Innanlandsflugið til Keflavíkur 3. febrúar 2005 00:01 Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent