Sólarljós gott gegn krabbameini 2. febrúar 2005 00:01 Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini. Erlent Heilsa Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini.
Erlent Heilsa Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira