Óskar eftir uppgjöri í framsókn 1. febrúar 2005 00:01 Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Vaxandi óánægja er innan Framsóknarflokksins með framgöngu formannsins, Halldórs Ásgrímssonar, í þeim málum er ríkisstjórnin hefur tekist á hendur. Sömu framsóknarmenn eru að sama skapi ósáttir við vinnubrögð þeirra sem næst standa Halldóri innan flokksins og má nefna þar bræðurna Árna og Pál Magnússyni og Björn Inga Hrafnsson. "Valdabrölt í klíkunni innan flokksins er fyrir neðan allar hellur," segir Sveinn Bernódusson, formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík. Viðmælendur blaðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, lýstu vinnubrögðum bræðranna í tengslum við Freyjuna, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, á dögunum á þann hátt að bræðurnir litu á Framsóknarflokkinn sem hlutafélag og þeir stefndu á yfirtöku á öllum hlutum þess. "Mikið af fólkinu sem hefur sig lítið í frammi í flokknum er mjög óánægt," segir Sveinn. "Framsóknarflokkurinn hefur farið út af brautinni og má nefna Íraksmálið því til stuðnings." Viðmælendur blaðsins sögðu að skýrar línur væru milli fylkinganna tveggja innan flokksins og að átök þeirra á milli myndu aukast eftir því sem nær dragi flokksþinginu. "Ég vona að þetta leiði til uppgjörs þannig að menn geti farið að byrja upp á nýtt. Ég vonast til þess að tekist verði á um það á flokksþingi hvað menn ætla sér með flokkinn. Það er þá hægt að gefa þeim kost á því sem ekki eru sáttir að fara bara ef þeir ætla að halda þessu áfram," segir Sveinn. "Ég held að það sé býsna rétt sem Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður, sagði í Silfri Egils, að Davíð Oddsson hafi tekið ákvörðunina um stuðninginn við Íraksstríðið og Halldór hafi stutt hann til að halda friðinn," segir Sveinn. "Ég man ekki eftir því að í stefnuskrá flokksins sé að finna ýmislegt sem flokkurinn stendur nú fyrir, til dæmis sameining lögregluembættanna eða hækkun orkuverðs. Þessi ríkisstjórn hefur gleymt gjörsamlega öllu sem er utan Reykjavíkursvæðisins."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira