Líkamsrækt fyrir þroskaðar konur 1. febrúar 2005 00:01 Nafnið Pumping Iron kallar óhjákvæmilega fram mynd í hugann af líkamsræktarstöð þar sem karlmenn á borð við Schwarzenegger, massaðir og skornir, pumpa kófsveittir með lóðin. Í Dugguvoginum í Reykjavík er hins vegar líkamsræktarstöð með þessum nafni og þar innandyra er allt með öðrum og lágstemmdari brag. Fólkið sem sækir stöðina er fólk af öllum tegundum og gerðum sem vill komast í betra form og bæta heilsuna. Róbert Traustason og Arnaldur Birgir Konráðsson einkaþjálfarar taka á móti gestum með bros á vör, en þeir hafa undanfarnar vikur getið sér gott orð fyrir að koma konum á besta aldri í undragott form. Konurnar bera þeim líka afar vel söguna. "Stöðin hefur tekið miklum breytingum síðustu mánuði," segir Róbert. "Við vorum að taka inn glæný tæki um áramótin og erum að gera stöðina meira aðlaðandi. Í upphafi voru hér aðallega sjálfsvarnaríþróttir en nú er þetta alhliða líkamsræktarstöð." Strákarnir játa því hlæjandi að miðaldra konur hafi sótt til þeirra í auknum mæli og segja fátt jafn gaman og að þjálfa þennan aldurshóp. "Bæði eru þær svo skemmtilegar og sjarmerandi og svo hafa þær metnað og dugnað og ná yfirleitt frábærum árangri. Við getum snúið lífsmynstri fólks um 180 gráður á nokkrum mánuðum, og það á réttan hátt. Hver einstaklingur er auðvitað metinn sérstaklega og reynslan hefur sýnt okkur að best er að fólk komi tvisvar til þrisvar í viku til að byrja með. Það er oft stórt skref að koma sér af stað, ekki síst fyrir þá sem hafa kannski ekki æft í mörg ár. Það fólk er hrætt við stórar líkamsræktarstöðvar og finnst gott að æfa á lítilli stöð sem er notaleg og persónuleg." Strákarnir segja að árangurinn standi ekki á sér og yfirleitt finni fólk mikinn mun strax í fjórðu viku. "Við reiknum samt alltaf með þremur mánuðum til að snúa lífsmynstrinu við. Okkar kerfi byggir á því sama og Líkami fyrir lífið, sem hefur reynst mjög árangursríkt. Prógrammið er aldrei erfitt en umfram allt heilbrigt. Það skilar sér líka sérstaklega vel að vera með einkaþjálfara, það veitir svo gott aðhald, ekki síst þeim sem eru að koma eftir langt hlé. Þeim finnst voðalega þægilegt að hafa fasta rútínu og einhvern sem bíður eftir þeim." Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Nafnið Pumping Iron kallar óhjákvæmilega fram mynd í hugann af líkamsræktarstöð þar sem karlmenn á borð við Schwarzenegger, massaðir og skornir, pumpa kófsveittir með lóðin. Í Dugguvoginum í Reykjavík er hins vegar líkamsræktarstöð með þessum nafni og þar innandyra er allt með öðrum og lágstemmdari brag. Fólkið sem sækir stöðina er fólk af öllum tegundum og gerðum sem vill komast í betra form og bæta heilsuna. Róbert Traustason og Arnaldur Birgir Konráðsson einkaþjálfarar taka á móti gestum með bros á vör, en þeir hafa undanfarnar vikur getið sér gott orð fyrir að koma konum á besta aldri í undragott form. Konurnar bera þeim líka afar vel söguna. "Stöðin hefur tekið miklum breytingum síðustu mánuði," segir Róbert. "Við vorum að taka inn glæný tæki um áramótin og erum að gera stöðina meira aðlaðandi. Í upphafi voru hér aðallega sjálfsvarnaríþróttir en nú er þetta alhliða líkamsræktarstöð." Strákarnir játa því hlæjandi að miðaldra konur hafi sótt til þeirra í auknum mæli og segja fátt jafn gaman og að þjálfa þennan aldurshóp. "Bæði eru þær svo skemmtilegar og sjarmerandi og svo hafa þær metnað og dugnað og ná yfirleitt frábærum árangri. Við getum snúið lífsmynstri fólks um 180 gráður á nokkrum mánuðum, og það á réttan hátt. Hver einstaklingur er auðvitað metinn sérstaklega og reynslan hefur sýnt okkur að best er að fólk komi tvisvar til þrisvar í viku til að byrja með. Það er oft stórt skref að koma sér af stað, ekki síst fyrir þá sem hafa kannski ekki æft í mörg ár. Það fólk er hrætt við stórar líkamsræktarstöðvar og finnst gott að æfa á lítilli stöð sem er notaleg og persónuleg." Strákarnir segja að árangurinn standi ekki á sér og yfirleitt finni fólk mikinn mun strax í fjórðu viku. "Við reiknum samt alltaf með þremur mánuðum til að snúa lífsmynstrinu við. Okkar kerfi byggir á því sama og Líkami fyrir lífið, sem hefur reynst mjög árangursríkt. Prógrammið er aldrei erfitt en umfram allt heilbrigt. Það skilar sér líka sérstaklega vel að vera með einkaþjálfara, það veitir svo gott aðhald, ekki síst þeim sem eru að koma eftir langt hlé. Þeim finnst voðalega þægilegt að hafa fasta rútínu og einhvern sem bíður eftir þeim."
Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira