Offita getur falið krabbamein 1. febrúar 2005 00:01 Ný rannsókn gefur til kynna að líkamsþyngd getur haft áhrif á nákvæmni prófa sem notuð eru til að greina krabbamein í blöðruhálskirtli. Rannsóknin leiddi í ljós að því feitari sem mennirnir voru, því lægra var magnið af tilteknum mótefnisvaka sem mældur er til að komast að raun um hvort krabbamein sé að finna í blöðruhálskirtlinum. Ef mótefnisvakinn mælist mjög lágur bendir það til þess að ekki sé um krabbamein að ræða. Menn sem eru of feitir eru með um 30% minna magn af mótefnisvakanum en menn sem eru við eðlilega líkamsþyngd. Hins vegar hafa læknar ekki alveg getað treyst á mælingar á mótefnisvakanum þar sem krabbamein er ekki ætíð til staðar þótt magnið sé hátt. Nýleg rannsókn hefur jafnvel sýnt að karlmenn með eðlilegt magn af mótefnisvakanum hafi í 15% tilfella verið með blöðruhálskrabbamein. Engin útskýring virðist vera á því af hverju of þungir karlmenn mælist með minna magn af mótefnisvakanum. Hins vegar telja læknar að of þungir menn framleiði estrógen, sem dregur úr testesteronmagni en það getur haft áhrif á mælingarnar. Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný rannsókn gefur til kynna að líkamsþyngd getur haft áhrif á nákvæmni prófa sem notuð eru til að greina krabbamein í blöðruhálskirtli. Rannsóknin leiddi í ljós að því feitari sem mennirnir voru, því lægra var magnið af tilteknum mótefnisvaka sem mældur er til að komast að raun um hvort krabbamein sé að finna í blöðruhálskirtlinum. Ef mótefnisvakinn mælist mjög lágur bendir það til þess að ekki sé um krabbamein að ræða. Menn sem eru of feitir eru með um 30% minna magn af mótefnisvakanum en menn sem eru við eðlilega líkamsþyngd. Hins vegar hafa læknar ekki alveg getað treyst á mælingar á mótefnisvakanum þar sem krabbamein er ekki ætíð til staðar þótt magnið sé hátt. Nýleg rannsókn hefur jafnvel sýnt að karlmenn með eðlilegt magn af mótefnisvakanum hafi í 15% tilfella verið með blöðruhálskrabbamein. Engin útskýring virðist vera á því af hverju of þungir karlmenn mælist með minna magn af mótefnisvakanum. Hins vegar telja læknar að of þungir menn framleiði estrógen, sem dregur úr testesteronmagni en það getur haft áhrif á mælingarnar.
Heilsa Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira