Innlent

Viðskiptalög taki gildi á árinu

Viðskiptaráðherra mun á næstu dögum leggja fram þrjú frumvörp til laga um íslenskt viðskiptaumhverfi. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að frumvörpin séu samin á grundvelli niðurstöðu nefndar um viðskiptaumhverfi sem skilaði skýrslu síðastliðið haust. "Frumvörpin eru í þrennu lagi og varða í fyrsta lagi óréttmæta viðskiptahætti og gagnsæi markaðarins, í öðru lagi Neytendastofu og talsmann neytenda og í þriðja lagi samkeppnislög," segir Valgerður. Ef frumvörpin verða að lögum munu þau hafa töluverðar breytingar í för með sér, að sögn Valgerðar, sérstaklega hvað varði eftirlit með markaðinum og viðskiptalífinu. Frumvörpin gera ráð fyrir auknu fjármagni til samkeppniseftirlits og sett verður á fót sérstök stofnun með því heiti. "Það er mjög mikilvægt að frumvörpin verði lögð fram sem allra fyrst enda höfðum við vonast til þess að lögin taki gildi á þessu ári," segir Valgerður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×