Innlent

Impregilo sýknað af launakröfum

Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo var í dag sýknað af launakröfum fyrrverandi innkaupastjóra upp á um þrjár og hálfa milljón króna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa innkaupastjórans, sem er viðskiptafræðingur að mennt, var í mörgum liðum en hann krafðist meðal annars greiðslu fyrir yfirvinnu á starfstíma og launa í uppsagnarfresti auk orlofs af yfirvinnu og uppsagnarfresti. Héraðsdómur sýknaði Impregilo af öllum ákæruatriðum, m.a. vegna þess að stefnandi hafði gert munnlegan samning um föst laun fyrir allt vinnuframlag fyrir fyrirtækið auk þess sem hann hafi ekki unnið uppsagnarfrestinn. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×