Innlent

Hagkvæmasti kosturinn valinn

Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra finnst sjálfsagt að skoða til hlítar möguleikann á að taka nýtt varðskip á leigu í stað þess að festa á því kaup. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, viðraði skoðanir þess efnis í viðtali við Fréttablaðið á laugardag. Björn og Georg hafa rætt framtíðaráform Gæslunnar og endurnýjun á skipakosti hennar og segist Björn hlynntur því að hagkvæmasti kostur sé valinn, enda náist með honum þau markmið sem að er stefnt. Hann vill ekkert segja til um hvenær nýtt skip verður hugsanlega tekið í gagnið, fyrst þurfi að grannskoða hvaða leið beri að fara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×