Ástandið í Írak ógnvekjandi 29. janúar 2005 00:01 Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ástandið á götum Íraks er ógnvekjandi. Þar er í raun stríðsástand og byssuskot heyrast nánast hvert sem er farið. Þetta segir Jón Ársæll Þórðarson dagskrárgerðarmaður sem er nýkominn frá Írak. Þeir eru ekki margir Íslendingarnir sem verið hafa í Írak frá því að stríðið þar hófst. Jón Ársæll var þar á ferð í vikunni ásamt Inga Ragnari Ingasyni myndatökumanni og hann segir ástandið eldfimt. Bandaríkjamenn séu undir daglegum, stöðugum árásum og fólk sé hrætt og taugaveiklað. Í Bagdad þar sem þeir félagar voru heyrast skothvellir nánast hvert sem farið er. Jón og Ingi voru á ferð með bandarískum hermönnum og bjuggu við sömu aðstæður og þeir. Í eyðimörkinni er ískalt á næturnar og heitt í sólinni yfir daginn. Þrátt fyrir ástandið segist Jón ekki hafa haft þá tilfinningu að hann væri í hættu. Aðspurður hvernig tilfinningin sé að vera á svona átakasvæði segir Jón það fyrst og fremst vera óöryggi. Þeir Ingi hafi hins vegar reynt að einbeita sér að verkefni sínu: að fylgjast með liðþjálfanum Steinunni Truesdale sem er frá Keflavík. Hún slasaðist í haust þegar bíll hennar varð fyrir sprengju og er að bíða eftir að komast heim. Jón segir fjölda augnablika sitja eftir í huga sér eftir ferðina. Ferðin heim hafi t.a.m. verið ævintýraleg því með í för hafi verið lík bandarísks hermanns sem fórst í vikunni og hermennirnir í vélinni hafi verið grátandi. Þáttur Jóns Ársæls um ferðina til Íraks er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira