Innlent

Mikilvægum gögnum stolið

Brotist var inn á heimili Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og formanns Félagsins Ísland-Palestína, á föstudaginn. Sveinn segir að þriggja ára gamalli fartölvu af gerðinni Dell Inspirion 2500 hafi verið stolið. "Tölvan er í sjálfu sér ekki verðmæt heldur innihaldið," segir Sveinn Rúnar. "Í tölvunni eru mjög mikilvæg gögn sem snerta Félagið Ísland-Palestína. Þetta eru gögn sem nýtast engum nema okkur í félaginu. Í tölvunni eru greinar, skjalasafn, fundargerðir félagsins langt aftur í tímann, bréfaskipti við samtök úti í heimi og fleira sem ég vil endilega fá til baka." Sveinn Rúnar segist hafa tilkynnt brotið til lögreglunnar sem hafi strax komið á vettvang. Tölvan hafi hins vegar ekki komið í leitirnar. Hann segist tilbúinn að borga hverjum þeim sem hefur tölvuna undir höndum skilagjald sem samsvarar verðmæti tölvunnar. Viðkomandi getur haft samband í síma 895 1349.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×