Konur yfirgefa Jafnaðarmenn 29. janúar 2005 00:01 Konur eru yfir níutíu prósent þeirra kjósenda sem danski Jafnaðarmannnaflokkurinn hefur misst frá því að kosningabaráttan hófst fyrir tæpum hálfum mánuði. Innan flokksins eru uppi raddir um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, hætti ef spár rætast um sögulega útreið flokksins í þingkosningum eftir tíu daga. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá skoðanakönnun sem sýnir að 8 prósent aðskilja tvo stærstu flokkana, Jafnaðarmannaflokkinn og hinn frjálslynda Venstre. Í morgun skrifar dagblaðið Berlingske Tidende um nýja Gallup-könnun þar sem kemur fram að jafnaðarmenn hafi misst 130.000 kjósendur frá upphafi baráttunnar um miðjan janúar og að 120.000 þeirra séu konur. Jyllands Posten hefur í morgun eftir fyrrverandi formanni flokksins, Svend Auken, að nauðsynlegt sé að skipta um aðferð. Hann var formaður til 1992, þá tók Poul Nyrup Rasmussen við og sat til 2002 þegar Mogens Lykketoft settist í formannsstólinn. Stjórnmálaskýrendur Berlingske Tidende segja að innan flokksins heyrist raddir um að Lykketoft hætti sem formaður gangi úrslitin eftir sem yrðu þau verstu fyrir flokkinn í 30 ár. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum innan flokksins að nái jafnaðarmenn ekki 26 prósentum muni Lykketoft hætta strax eftir kosningarnar, annað hvort á sjálfa kosninganóttina eða á fundi með stjórn flokksins og nýkjörnum þingflokki nokkrum dögum síðar. Nái þeir 26-27 prósentum eru skiptar meiningar um hvað Lykketoft gerir. Nái hann hins vegar að snúa dæminu við á lokasprettinum gæti Lykketoft setið áfram og jafnvel reynt einu sinni enn við forsætisráðherraembættið sem fyrrverandi formaður, Poul Nyrup, gegndi einmitt frá 1993-2001. Til að reyna að bæta stöðuna gáfu jafnaðarmenn út kosningalag í gær sem nálgast má á heimasíðu flokksins. Þar stendur að lagið fjalli um þau gildi sem flokkurinn standi fyrir og viljann til að trúa á samvinnu og að deila með öðrum. Lagið heitir „Við erum ekki neitt, ef við höfum ekki hvert annað.“ Kaldhæðnislegur misskilningur getur þó orðið þegar fólk nær í lagið á heimasíðuna þar sem nafnið á hljóðskránni er stytt og þar stendur aðeins: „Við erum ekki neitt.“ Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Konur eru yfir níutíu prósent þeirra kjósenda sem danski Jafnaðarmannnaflokkurinn hefur misst frá því að kosningabaráttan hófst fyrir tæpum hálfum mánuði. Innan flokksins eru uppi raddir um að formaðurinn, Mogens Lykketoft, hætti ef spár rætast um sögulega útreið flokksins í þingkosningum eftir tíu daga. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Danmörku. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá skoðanakönnun sem sýnir að 8 prósent aðskilja tvo stærstu flokkana, Jafnaðarmannaflokkinn og hinn frjálslynda Venstre. Í morgun skrifar dagblaðið Berlingske Tidende um nýja Gallup-könnun þar sem kemur fram að jafnaðarmenn hafi misst 130.000 kjósendur frá upphafi baráttunnar um miðjan janúar og að 120.000 þeirra séu konur. Jyllands Posten hefur í morgun eftir fyrrverandi formanni flokksins, Svend Auken, að nauðsynlegt sé að skipta um aðferð. Hann var formaður til 1992, þá tók Poul Nyrup Rasmussen við og sat til 2002 þegar Mogens Lykketoft settist í formannsstólinn. Stjórnmálaskýrendur Berlingske Tidende segja að innan flokksins heyrist raddir um að Lykketoft hætti sem formaður gangi úrslitin eftir sem yrðu þau verstu fyrir flokkinn í 30 ár. Hefur blaðið eftir heimildarmönnum innan flokksins að nái jafnaðarmenn ekki 26 prósentum muni Lykketoft hætta strax eftir kosningarnar, annað hvort á sjálfa kosninganóttina eða á fundi með stjórn flokksins og nýkjörnum þingflokki nokkrum dögum síðar. Nái þeir 26-27 prósentum eru skiptar meiningar um hvað Lykketoft gerir. Nái hann hins vegar að snúa dæminu við á lokasprettinum gæti Lykketoft setið áfram og jafnvel reynt einu sinni enn við forsætisráðherraembættið sem fyrrverandi formaður, Poul Nyrup, gegndi einmitt frá 1993-2001. Til að reyna að bæta stöðuna gáfu jafnaðarmenn út kosningalag í gær sem nálgast má á heimasíðu flokksins. Þar stendur að lagið fjalli um þau gildi sem flokkurinn standi fyrir og viljann til að trúa á samvinnu og að deila með öðrum. Lagið heitir „Við erum ekki neitt, ef við höfum ekki hvert annað.“ Kaldhæðnislegur misskilningur getur þó orðið þegar fólk nær í lagið á heimasíðuna þar sem nafnið á hljóðskránni er stytt og þar stendur aðeins: „Við erum ekki neitt.“
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira