Af flísum og bjálkum 29. janúar 2005 00:01 Á síðustu tveimur til þremur árum hefur orðið töluverð breyting á pólitískri umræðu á Íslandi. Hún er ómálefnalegri, hvassari og persónulegri en hún var og virðist sem flest sé leyfilegt. Ég held að það megi rekja þetta að nokkru leyti til breytinga sem hafa orðið á ritstjórnarstefnu fjölmiðla í landinu. Á gamlársdag síðasta árs birtist í Fréttablaðinu grein eftir Hallgrím Helgason sem mér finnst dæmigerð fyrir þessa breytingu. Þetta var úttekt blaðsins á atburðum ársins 2004. Mér finnst eins og mér renni blóðið eilítið til skyldunnar vegna þess að þegar greinin birtist var ég einn af eigendum Fréttablaðsins. Og ég var líka einn af eigendum DV, sem nokkrum dögum síðar lýsti því yfir að grein Hallgríms væri besta úttektin á 2004 sem boðið hefði verið uppá í fjölmiðlum. Það er býsna gott að vakna að morgni glaður einfaldlega vegna þess að maður er ekki lengur meðal eigenda fjölmiðla. Geðveiki Það er ljóst á áramótaúttekt Hallgríms Helgasonar að honum er mikið í mun að sýna okkur samlöndum sínum fram á að ekki sé allt sem sýnist. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt vegna þess að sem myndlistarmaður og höfundur skáldsagna hefur hann verið að gera hið sama um árabil. Og ég þekki mæta menn sem segja mér að hann hafi skemmt þeim töluvert með skrifum sínum. Sjálfum finnst mér Hallgrímur búa að hæfileikum sem rithöfundur þótt á köflum eigi hann erfitt með að hemja sig, sem er ekki endilega löstur á þeim sem spinna sögur. Það er líka ljóst á áramótaúttekt Hallgríms að honum er lagnara að lýsa veruleika sem hann smíðar að mestu sjálfur en þeim sem við hin búum í. Önnur aðferð við að segja hið sama er að veruleiki Hallgríms einkennist af því að honum finnist allar skoðanir sem stangast á við hans slæmar og að þeir sem berjist fyrir þeim séu vondir og jafnvel geðveikir. Geðveiki er orð sem hann notar oft í greininni sinni og tengir við forsætisráðherra, sjálfsagt í þeirri von að lesendur taki hann alvarlega og fari að líta svo á að maðurinn sem þeir hafa kosið til þess að leiða ríkisstjórn Íslands lengur en nokkur annar maður í sögunni sé ekki með öllum mjalla. Það er nokkuð vinsæl aðferð þegar menn eru á öndverðum meiði við einhvern en treysta ekki þeim röksemdum sem þeir hafa á móti manninum að lýsa því einfaldlega yfir að hann sé galinn. Þetta er einfalt, með öllu ábyrgðarlaust og grefur venjulega meira undan þeim sem segir heldur en þeim sem um er sagt. Oftast hefur þessi yfirlýsing litlar formlegar afleiðingar fyrir þann sem gefur hana út þótt Helgi Tómasson hafi á sínum tíma glatað starfi sínu um stundar sakir þegar hann gaf út yfirlýsinguna um geðveilu Jónasar frá Hriflu, enda var hann prófessor í geðlækningum. Hallgrímur er hins vegar listamaður og menn reikna með því að hann sé að skálda eða leika sér að nýjum og framandi veruleika þegar hann lýsir menn geðveika og því ekki ólíklegt að honum verði fyrirgefið og þess utan hefur hann ekkert starf sem væri hægt að svifta hann í refsingarskyni. Ég yrði hins vegar ekki hissa ef forseti Íslands sæmdi hann stórriddarakrossi hinar íslensku Fálkaorðu fyrir vikið, sérstaklega vegna þess að hann fiktaði ekkert í hárinu á honum á myndinni sem fylgdi greininni umræddu. Það er ljóst af ofansögðu að mér finnst greinin hans Hallgríms honum ekki beinlínis til sóma. Í henni ásakar hann Davíð Oddsson bæði beint og óbeint um ofbeldi, óbilgirni og skort á umburðarlyndi fyrir skoðunum og vilja annarra en gerir þetta hins vegar á þann hátt að greinin er linnulaus yfirlýsing um óbilgirni Hallgríms og skort á umburðarlyndi hans fyrir skoðunum og vilja annarra. Lítum nú á nokkur dæmi: Lítið lært af New York Times Í byrjun greinarinnar segir Hallgrímur að Davíð sé raunveruleg drusla vegna þess að hann hafi bent á þann möguleika að forsetinn væri vanhæfur til þess að taka afstöðu til fjölmiðlafrumvarpsins vegna þess að dóttir hans væri starfsmaður fyrirtækis sem ætti töluvert undir því komið hvernig það yrði afgreitt. Þarna sýndi Hallgrímur að þótt það megi vera að hann hafi einhvern tíman opnað New York Times, sem hann lofar síðar í greinni, hefur hann lítið lært af því. Ef það hefði verið forseti Bandaríkjanna sem neitaði að skrifa undir lög sem snertu sérstaklega fyrirtæki sem afkvæmi hans ynni hjá leikur enginn vafi á að NYT hefði bent á mögulegan hagsmunaárekstur og vanhæfi og sama hefðu allir aðrir fjölmiðlar þess ágæta lands gert. Og það var sjálfsagt að benda á þetta og með því kom Davíð með málefnalegt framlag til umræðunnar um örlög fjölmiðlafrumvarpsins. Hann var ekki að djöflast á dóttur forsetans einsog Hallgrímur heldur fram og þessi umræða varpaði engum skugga á hana. Ég er hins vegar sammála forsetanum að hagsmunaáreksturinn hafi verið það lítill, þótt hann væri til staðar, að hann hefði ekki átt að gera hann vanhæfan til þess að taka opinbera afstöðu í þessu máli. En það voru greinilega ekki allir sammála okkur og það er gott, þannig á það að vera í frjálsu landi. Og það er hætta á því að þær færu að dreifa sér víða druslurnar ef allir væru sem tjá sig opinberlega um viðkvæm mál og eru á öndverðum meiði við Hallgrím. Annað dæmi um það hvernig Hallgrímur missti sjónar á kjarna lýðræðisins eða tökin á sjálfum sér er þegar hann fjargviðrast út af því að Davíð og aðrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi farið að velta fyrir sér stjórnarskránni þegar forsetinn nýtti sér í fyrsta sinn í sögunni þann rétt sem honum er að öllum líkindum veittur af henni og neitaði að staðfesta lög sem höfðu verið samþykkt af Alþingi. Nú ætla ég ekki að tjá skoðanir á því hvað stjórnarskráin segir um þetta mál vegna þess að ég hef engar. Það er hins vegar vel þess virði að velta því fyrir sér hvað gerðist: Um fjölmiðlana Baugur, sem er stórt og kraftmikið fyrirtæki sem Davíð Oddson hafði einhverra hluta vegna séð ástæðu til þess að agnúast út í, keypti meirihluta í Fréttablaðinu, DV og Norðurljósum, sem átti Stöð 2 og nokkrar útvarpsstöðvar. Þetta þótti ýmsum, og þar á meðal Davíð, fullmikil samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Hann lýsti áhyggjum sínum út af því að aðili sem ætti þetta stóran hluta af íslenskum fjölmiðlum gæti haft óeðlilega mikil áhrif á skoðanamyndun í samfélaginu. Varla var hann búinn að tjá áhyggjur sínar út af fjölmiðlasamsteypunni stóru er hann réðist til atlögu gegn henni eins og hann væri sér ómeðvitaður um þá hættu sem hann hafði þó gefið sem ástæðu fyrir andstöðu sinni. Sú hætta fólst meðal annars í því að svona fjölmiðlasamsteypa gæti breytt skoðunum samfélagsins á öllu milli himins og jarðar og jafnvel snúið því gegn vinsældatrölli einsog honum sjálfum. Hann ákvað að það væri þörf á löggjöf um eignarhald fjölmiðla en í stað þess að leita samráðs við stjórnarandstöðuna, sem er nokkuð víst að hefði ekki bara samþykkt heldur viljað setja tiltölulega þröngan lagalegan ramma utan um eignarhald fjölmiðla, þá ákvað Davíð að fara einstigi í þessu máli. Ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi frumvarp til laga sem fjallaði aðallega um það hversu mikið menn mættu eiga í fjölmiðlum. Málið var flutt af töluverðri hörku og það urðu miklar deilur um það í samfélaginu og DV og Fréttablaðið birtu margar greinar um það á degi hverjum, nær allar sneisafullar af hvassri gagnrýni á frumvarpið. Og ekki var sparað skítkastið í garð Davíðs og ríkisstjórnarinnar og má segja að í umfjöllun sinni um þetta mál hafi þessi tvö dagblöð brotið blað í sögu íslenskrar blaðamennsku með hlutdrægni og persónulegum árásum. Að vísu hefur mér fundist DV almennt vera sóðapappír upp á síðkastið og brjóta margt fleira en blöð í sögum. Er stjórnarskráin fullkomin? Frumvarpið var samþykkt og lögin voru send forsetanum til staðfestingar. Hann tók þá ákvörðun að staðfesta þau ekki þótt slík ákvörðun hefði aldrei áður verið tekin í sögu lýðveldisins. Þótt ég hefði á sínum tíma lítt mótaða skoðun á þessari ákvörðun var mér strax ljóst að hún hlaut að vekja spurningar um túlkun hans á stjórnarskránni, ákvörðun hans að beita ákvæðinu eins og hann skilur það og síðast en ekki síst spurningar um það hvort stjórnarskráin í núverandi mynd þjóni landsmönnum vel. Það eru til dæmis þeir sem halda því fram að ákvæði stjórnarskrárinnar sem veitir forseta vald til þess að staðfesta ekki lög hafi að öllum líkindum verið sett til þess að hann gæti komið í veg fyrir stórslys einsog að gráðugir þingmenn seldu Vestmannaeyjar en varla til þess að koma í veg fyrir lög sem fjalla um málefni á borð við eignarhald fjölmiðla. Andstæðingar fjölmiðlafrumvarpsins héldu því margir fram að eignarhald á fjölmiðlum skipti ekki máli vegna þess að það hefði engin áhrif á ritstjórn þeirra. Samkvæmt skoðunum þeirra var forsetinn að kippa þingræðinu úr sambandi vegna heldur lítilvægs málefnis. Er nema vona að þessi ákvörðum vekti spurningar. Hér var forsetinn að grípa inn í starf Alþingis á pólitískan hátt og það ber að hafa í huga að hér var ekki um að ræða fyrsta skiptið sem Ólafur Ragnar Grímsson skipti sér af pólitík. Hann var atvinnupólitíkus um áratugaskeið og var meirihluta þess tíma ötull talsmaður stjórnmálaflokks sem var hatramur andstæðingur núverandi stjórnarflokka, stjórnmálaflokks sem var oftast lítll og óvinsæll. Sú staðreynd fór ekki framhjá mér vegna þess að faðir minn var þingmaður fyrir þennan smáa og óvinsæla stjórnmálaflokk. Það var því ekki óeðlilegt að ákvörðun forsetans vekti þá spurningu í huga Davíðs og annarra hvort hann hefði tekið þessa ákvörðun vegna pólitískra skoðana sem héldu honum inni á þingi um langan tíma. Og svo eru það menn einsog Bragi Kristjónsson bóksali sem halda því fram að forsetinn sé svo hégómagjarn að hann hafi tekið þessa ákvörðun til þess eins að koma sér í sviðsljósið. Það finnst mér heldur ljót skoðun þótt ekki sé loku fyrir það skotið að hún sé rétt. Sjálfum finnst mér líklegast að forsetinn hafi gert þetta vegna þess að honum þótti málið mikilvægt og að hann var á móti því. Eignarhald á fjölmiðlum Án tillits til þess hvaða skoðun menn hafa á því að forsetinn nýtti sér réttinn til þess að skrifa ekki undir lögin þá var þetta í fyrsta sinn sem rétturinn var nýttur og það hefði verið illa komið fyrir Íslandi ef þeir þingmenn sem samþykktu lögin hefðu ekki séð ástæðu til þess að velta því fyrir sér hvað væri að gerast og spyrja spurninga um réttmæti þess. Það var verið að máta þetta ákvæði við íslenska þjóðarsál. Og hvernig passaði það? Það er erfitt að segja vegna þess að fjölmiðlafrumvarpið var svo óvinsælt að það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvort menn tóku afstöðu á móti því og voru reiðubúnir að fórna öllu, meðal annars þingræðinu, til þess að losna við það eða vegna þess að þeir voru raunverulega fylgjandi því að forsetinn hefði nýtt sér ákvæðið umrædda. Það er svo önnur spurning hvers vegna fjölmiðlafrumvarpið var svona óvinsælt. Ein ástæðan er vafalaust sú að frumvarpið var meingallað, önnur að Davíð rak málið af óbilgirni og smekkleysi og sú þriðja sem vegur ekki minnst er sá linnulausi áróður sem ákveðnir fjölmiðlar ráku gegn frumvarpinu. Þetta var áróður af því magni og þunga að hann hefði sjálfsagt nægt til að breyta fjalli og er í sjálfum sér ástæða þess að sett séu lög um fjölmiðla á Íslandi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þeir beygli heimsmynd þjóðarinnar til þess að þjóna þröngum hagsmunum fárra. Ég er hins vegar ekki viss um að besta leiðin til þess liggi í gegnum takmörkun á eignarhaldi. Davíð og Jón Ásgeir Þriðja dæmið um vegvillu Hallgríms er að finna þar sem hann lýsir aðkomu Halldórs Ásgrímssonar að fjölmiðlamálinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru búnir að vera saman í stjórn á níunda ár og það hefur aldrei verið meiri velmegun í landinu en á þeim tíma. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnir þeirra eigi allan heiðurinn skilinn. En þær hafa ýmislegt gott gert einsog að auka frelsi í íslensku viðskiptalífi sem hugmyndaríkir kaupsýslumenn hafa nýtt sér til þess að búa til mikil verðmæti, ekki bara sér heldur líka samfélaginu til hagsbóta. Einn af þessum kaupsýslumönnum, af yngri kynslóðinni, sem hafa nýtt sér þetta frelsi er Jón Ásgeir í Baugi og það er mikil synd að Davíð Oddsson og hann hafi ekki borið gæfu til þess að vinna saman. Þeir eru báðir gáfaðir og hugmyndaríkir menn, hvor á sínu sviði, og það eru lítil takmörk fyrir því sem þeir gætu gert fyrir íslenskt samfélag ef þeir legðu hendur á sama plóg. Það er líka ljóst að þegar flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda samsteypustjórn þá er tekist á um hin ýmsu málefni innan stjórnarinnar, enda er hugmyndin sú að flokkarnir haldi sjálfstæði sínu og verði ekki eins heldur leiti að málamiðlun, samnefnara, í flóknum málum. Davíð og Halldór hafa reynst hvor öðrum vel í stjórnarsamstarfinu og á þann hátt hafa þeir reynst samfélaginu vel. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi ekki snúið bökum saman í fjölmiðlamálinu og ég fæ ekki betur séð en Halldór hafi stutt Davíð af fullum heilindum þótt ég væri ekki hissa á því að hann hefði á köflum viljað að Davíð bæri sig svolítið öðruvísi að. Hann var ekki að kóa með Davíð einsog Hallgrímur segir í greininni. Hann var að vinna með honum af heilindum einsog góðir leiðtogar flokka í samsteypustjórn gera á erfiðum tímum. Kosningasjóðir stjórnmálaflokka Fjórða dæmið um málflutning Hallgríms er umfjöllun hans um samráð olíufélaganna. Í millifyrirsögn spyr hann: "Hvar eru blaðamennirnir sem geta sagt okkur hvað samráðsfurstarnir borguðu mikið í sjóði olíuflokkanna tveggja sem aldrei fást til að opna sitt eðla bókhald?" Hér er hann að gefa í skyn að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi á einhvern hátt verið keyptir af þeim sömu forstjórum olíufélaganna sem stóðu að samráðinu. Hann bendir ekki á neinar röksemdir þessu til stuðnings. Honum finnst sjálfsagt að hann þurfi ekki á því að halda vegna þess að innst inni er hann sammála mér um að markmið hans með greininni sé að vera eins ábyrgðarlaus og kostur er á. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þegar kemur að bókhaldi stjórnmálaflokkanna þá hafa þeir allir, ekki bara þeir tveir fyrrnefndu, tilhneigingu til þess að loka þegar þeim hentar, jafnvel fyrir sjálfum sér. Það var fyrir alþingiskosningarnar árið 1999 að stjórnendur Íslenskrar erfðagreiningar ákváðu að ef stjórnmálaflokkarnir leituðu til fyrirtækisins um stuðning yrði hann veittur upp að ákveðnu, hóflegu, marki. Daginn eftir kosningarnar birtist í Degi grein eftir Stefán Jón Hafstein þar sem hann hélt því fram að undirritaður hefði beyglað lýðræðið í landinu með því að bera fé á Sjálfstæðisflokkinn. Staðreyndir málsins eru hins vegar þær að til okkar leitaði Samfylkingin, bað um fé, fékk það og gekk heldur illa í kosningunum. Vinstri grænir leituðu til okkar og fengu og gekk vel í kosningunum, það gerði líka Framsóknarflokkurinn, en gekk illa. Sjálfstæðisflokkurinn leitaði hins vegar ekki til okkar og gekk vel í kosningunum. Þetta er athyglisvert af ýmsum ástæðum. Ein er sú að fjárframlög Íslenskrar erfðagreiningar höfðu greinilega engin áhrif á úrslit kosninganna. Önnur er sú að þótt Stefán Jón Hafstein hafi stjórnað kosningabaráttunni fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og sjálfsagt átt greiðan aðgang að bókum flokksins, og því átt að geta séð að flokkurinn hafði þegið stuðning af Íslenskri erfðagreiningu, þá kaus hann að hafa bækurnar lokaðar. Í huga Stefáns Jóns bauð moðreykurinn einfaldlega upp á skemmtilegra skítkast en staðreyndir og að því leyti virðast þeir Hallgrímur vera af sama toga. Öll stríð eru vond Fimmta dæmið er afstaða Hallgríms til hugmyndar Þjóðarhreyfingarinnar gegn stríðinu í Írak að kaupa auglýsingu í New York Times til þess að tjá afstöðu hennar. Nú vil ég leggja áherslu á að ég hef andúð á stríðinu í Írak og skil ekki almennilega hvernig Bandaríkjamenn réttlæta þessa vitleysu fyrir sjálfum sér því mér finnst harla ótrúlegt að þeir trúi sjálfir þeim skýringum sem þeir gefa opinberlega. Það er svo annað mál hvenig menn tjá þessa afstöðu. Það sem skyggir á hugmyndina að kaupa auglýsingu í NYT er til dæmis sú staðreynd að í gegnum tíðina hafa flestir einræðisherrar heimsins gert hið sama til þess að tjá skoðanir sínar og réttlæta það hvernig þeir níðast á þegnum sínum. Þeir sem koma ekki málum sínum að á annan hátt gera það gjarnan með því að kaupa sér auglýsingar. Það sem maður gerir ekki Síðasta dæmið sem ég ætla að taka um klaufaskapinn í grein Hallgríms, sem er kannski svolítið meira en klaufaskapur, er umfjöllunin um sjúkleika forsætisráðherra. Henni kemur hann fyrir í kafla sem hann kallar "Frí frá Davíð". Davíð Oddsson lenti inni á spítala og var greindur ekki með eitt krabbamein heldur tvö. Hann reyndist vera með tvo lífshættulega sjúkdóma. Og hvernig lýsir Hallgrímur því: "Við þurftum öll á því að halda að fá frí frá Davíð. Og landið líka." Og síðan: "Vonandi tækist læknum að skera af honum mestu gallana." Ég á erfitt með að koma orðum að þeim hugsunum sem svona sóðaskapur vekur hjá mér og þar sem hugsanir eru ekki til án orða þá er fullt eins líklegt að það sem þessi sóðaskapur Hallgríms framkalli hjá mér séu ekki hugsanir heldur bara tilfinningar einsog leiði og sorg. Svona talar maður ekki um sjúkdóma nokkurs manns nema það sé eitthvað að hjá manni, eitthvað mikið að hjá manni. Ég ætla hins vegar ekki að halda því fram að Hallgrímur sé geðveikur einsog hann gerði um Davíð, fyrst og fremst vegna þess að ég held ekki að hann sé það. Ég hef því leitað skýringar á þessu vandamáli í áhrifum umhverfis á Hallgrím og hún hljómar svona: Þrátt fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, sem Davíð Oddsson studdi dyggilega sem borgarstjóri, verðum við fyrir töluverðum áhrifum af veðurfari hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru svalir tveir síðustu mánuðir ársins 2004 með mörgum frostköldum dögum og þegar maður er búinn til höfuðsins einsog Hallgrímur Helgason er hætt við því að svona tíð skilji eftir sig kalbletti á heilaberkinum sem geta leitt til þess að menn glati allri tilfinningu fyrir því hvað er við hæfi í samfélagi siðaðra manna. Þessi grein var ekki skrifuð í reiði út í Hallgrím Helgason heldur til þess að lýsa andúð minni á málflutningi af þeirri gerð sem hann notar í greininni umræddu og markast af persónulegum árásum, tilraunum til þess að meiða, óbilgirni og skorti á virðingu fyrir þeim gildum sem gera íslenskt samfélag að góðum stað. En nú er nóg sagt í bili og finnst sjálfsagt flestum bera í bakkafullan lækinn og ég ætla að fara í Þjóðleikhúsið að sjá leikrit sem heitir Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Baltasars sem er snillingur. Þeir vinna svo vel saman félagarnir. Og ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Stj.mál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu tveimur til þremur árum hefur orðið töluverð breyting á pólitískri umræðu á Íslandi. Hún er ómálefnalegri, hvassari og persónulegri en hún var og virðist sem flest sé leyfilegt. Ég held að það megi rekja þetta að nokkru leyti til breytinga sem hafa orðið á ritstjórnarstefnu fjölmiðla í landinu. Á gamlársdag síðasta árs birtist í Fréttablaðinu grein eftir Hallgrím Helgason sem mér finnst dæmigerð fyrir þessa breytingu. Þetta var úttekt blaðsins á atburðum ársins 2004. Mér finnst eins og mér renni blóðið eilítið til skyldunnar vegna þess að þegar greinin birtist var ég einn af eigendum Fréttablaðsins. Og ég var líka einn af eigendum DV, sem nokkrum dögum síðar lýsti því yfir að grein Hallgríms væri besta úttektin á 2004 sem boðið hefði verið uppá í fjölmiðlum. Það er býsna gott að vakna að morgni glaður einfaldlega vegna þess að maður er ekki lengur meðal eigenda fjölmiðla. Geðveiki Það er ljóst á áramótaúttekt Hallgríms Helgasonar að honum er mikið í mun að sýna okkur samlöndum sínum fram á að ekki sé allt sem sýnist. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt vegna þess að sem myndlistarmaður og höfundur skáldsagna hefur hann verið að gera hið sama um árabil. Og ég þekki mæta menn sem segja mér að hann hafi skemmt þeim töluvert með skrifum sínum. Sjálfum finnst mér Hallgrímur búa að hæfileikum sem rithöfundur þótt á köflum eigi hann erfitt með að hemja sig, sem er ekki endilega löstur á þeim sem spinna sögur. Það er líka ljóst á áramótaúttekt Hallgríms að honum er lagnara að lýsa veruleika sem hann smíðar að mestu sjálfur en þeim sem við hin búum í. Önnur aðferð við að segja hið sama er að veruleiki Hallgríms einkennist af því að honum finnist allar skoðanir sem stangast á við hans slæmar og að þeir sem berjist fyrir þeim séu vondir og jafnvel geðveikir. Geðveiki er orð sem hann notar oft í greininni sinni og tengir við forsætisráðherra, sjálfsagt í þeirri von að lesendur taki hann alvarlega og fari að líta svo á að maðurinn sem þeir hafa kosið til þess að leiða ríkisstjórn Íslands lengur en nokkur annar maður í sögunni sé ekki með öllum mjalla. Það er nokkuð vinsæl aðferð þegar menn eru á öndverðum meiði við einhvern en treysta ekki þeim röksemdum sem þeir hafa á móti manninum að lýsa því einfaldlega yfir að hann sé galinn. Þetta er einfalt, með öllu ábyrgðarlaust og grefur venjulega meira undan þeim sem segir heldur en þeim sem um er sagt. Oftast hefur þessi yfirlýsing litlar formlegar afleiðingar fyrir þann sem gefur hana út þótt Helgi Tómasson hafi á sínum tíma glatað starfi sínu um stundar sakir þegar hann gaf út yfirlýsinguna um geðveilu Jónasar frá Hriflu, enda var hann prófessor í geðlækningum. Hallgrímur er hins vegar listamaður og menn reikna með því að hann sé að skálda eða leika sér að nýjum og framandi veruleika þegar hann lýsir menn geðveika og því ekki ólíklegt að honum verði fyrirgefið og þess utan hefur hann ekkert starf sem væri hægt að svifta hann í refsingarskyni. Ég yrði hins vegar ekki hissa ef forseti Íslands sæmdi hann stórriddarakrossi hinar íslensku Fálkaorðu fyrir vikið, sérstaklega vegna þess að hann fiktaði ekkert í hárinu á honum á myndinni sem fylgdi greininni umræddu. Það er ljóst af ofansögðu að mér finnst greinin hans Hallgríms honum ekki beinlínis til sóma. Í henni ásakar hann Davíð Oddsson bæði beint og óbeint um ofbeldi, óbilgirni og skort á umburðarlyndi fyrir skoðunum og vilja annarra en gerir þetta hins vegar á þann hátt að greinin er linnulaus yfirlýsing um óbilgirni Hallgríms og skort á umburðarlyndi hans fyrir skoðunum og vilja annarra. Lítum nú á nokkur dæmi: Lítið lært af New York Times Í byrjun greinarinnar segir Hallgrímur að Davíð sé raunveruleg drusla vegna þess að hann hafi bent á þann möguleika að forsetinn væri vanhæfur til þess að taka afstöðu til fjölmiðlafrumvarpsins vegna þess að dóttir hans væri starfsmaður fyrirtækis sem ætti töluvert undir því komið hvernig það yrði afgreitt. Þarna sýndi Hallgrímur að þótt það megi vera að hann hafi einhvern tíman opnað New York Times, sem hann lofar síðar í greinni, hefur hann lítið lært af því. Ef það hefði verið forseti Bandaríkjanna sem neitaði að skrifa undir lög sem snertu sérstaklega fyrirtæki sem afkvæmi hans ynni hjá leikur enginn vafi á að NYT hefði bent á mögulegan hagsmunaárekstur og vanhæfi og sama hefðu allir aðrir fjölmiðlar þess ágæta lands gert. Og það var sjálfsagt að benda á þetta og með því kom Davíð með málefnalegt framlag til umræðunnar um örlög fjölmiðlafrumvarpsins. Hann var ekki að djöflast á dóttur forsetans einsog Hallgrímur heldur fram og þessi umræða varpaði engum skugga á hana. Ég er hins vegar sammála forsetanum að hagsmunaáreksturinn hafi verið það lítill, þótt hann væri til staðar, að hann hefði ekki átt að gera hann vanhæfan til þess að taka opinbera afstöðu í þessu máli. En það voru greinilega ekki allir sammála okkur og það er gott, þannig á það að vera í frjálsu landi. Og það er hætta á því að þær færu að dreifa sér víða druslurnar ef allir væru sem tjá sig opinberlega um viðkvæm mál og eru á öndverðum meiði við Hallgrím. Annað dæmi um það hvernig Hallgrímur missti sjónar á kjarna lýðræðisins eða tökin á sjálfum sér er þegar hann fjargviðrast út af því að Davíð og aðrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafi farið að velta fyrir sér stjórnarskránni þegar forsetinn nýtti sér í fyrsta sinn í sögunni þann rétt sem honum er að öllum líkindum veittur af henni og neitaði að staðfesta lög sem höfðu verið samþykkt af Alþingi. Nú ætla ég ekki að tjá skoðanir á því hvað stjórnarskráin segir um þetta mál vegna þess að ég hef engar. Það er hins vegar vel þess virði að velta því fyrir sér hvað gerðist: Um fjölmiðlana Baugur, sem er stórt og kraftmikið fyrirtæki sem Davíð Oddson hafði einhverra hluta vegna séð ástæðu til þess að agnúast út í, keypti meirihluta í Fréttablaðinu, DV og Norðurljósum, sem átti Stöð 2 og nokkrar útvarpsstöðvar. Þetta þótti ýmsum, og þar á meðal Davíð, fullmikil samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Hann lýsti áhyggjum sínum út af því að aðili sem ætti þetta stóran hluta af íslenskum fjölmiðlum gæti haft óeðlilega mikil áhrif á skoðanamyndun í samfélaginu. Varla var hann búinn að tjá áhyggjur sínar út af fjölmiðlasamsteypunni stóru er hann réðist til atlögu gegn henni eins og hann væri sér ómeðvitaður um þá hættu sem hann hafði þó gefið sem ástæðu fyrir andstöðu sinni. Sú hætta fólst meðal annars í því að svona fjölmiðlasamsteypa gæti breytt skoðunum samfélagsins á öllu milli himins og jarðar og jafnvel snúið því gegn vinsældatrölli einsog honum sjálfum. Hann ákvað að það væri þörf á löggjöf um eignarhald fjölmiðla en í stað þess að leita samráðs við stjórnarandstöðuna, sem er nokkuð víst að hefði ekki bara samþykkt heldur viljað setja tiltölulega þröngan lagalegan ramma utan um eignarhald fjölmiðla, þá ákvað Davíð að fara einstigi í þessu máli. Ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi frumvarp til laga sem fjallaði aðallega um það hversu mikið menn mættu eiga í fjölmiðlum. Málið var flutt af töluverðri hörku og það urðu miklar deilur um það í samfélaginu og DV og Fréttablaðið birtu margar greinar um það á degi hverjum, nær allar sneisafullar af hvassri gagnrýni á frumvarpið. Og ekki var sparað skítkastið í garð Davíðs og ríkisstjórnarinnar og má segja að í umfjöllun sinni um þetta mál hafi þessi tvö dagblöð brotið blað í sögu íslenskrar blaðamennsku með hlutdrægni og persónulegum árásum. Að vísu hefur mér fundist DV almennt vera sóðapappír upp á síðkastið og brjóta margt fleira en blöð í sögum. Er stjórnarskráin fullkomin? Frumvarpið var samþykkt og lögin voru send forsetanum til staðfestingar. Hann tók þá ákvörðun að staðfesta þau ekki þótt slík ákvörðun hefði aldrei áður verið tekin í sögu lýðveldisins. Þótt ég hefði á sínum tíma lítt mótaða skoðun á þessari ákvörðun var mér strax ljóst að hún hlaut að vekja spurningar um túlkun hans á stjórnarskránni, ákvörðun hans að beita ákvæðinu eins og hann skilur það og síðast en ekki síst spurningar um það hvort stjórnarskráin í núverandi mynd þjóni landsmönnum vel. Það eru til dæmis þeir sem halda því fram að ákvæði stjórnarskrárinnar sem veitir forseta vald til þess að staðfesta ekki lög hafi að öllum líkindum verið sett til þess að hann gæti komið í veg fyrir stórslys einsog að gráðugir þingmenn seldu Vestmannaeyjar en varla til þess að koma í veg fyrir lög sem fjalla um málefni á borð við eignarhald fjölmiðla. Andstæðingar fjölmiðlafrumvarpsins héldu því margir fram að eignarhald á fjölmiðlum skipti ekki máli vegna þess að það hefði engin áhrif á ritstjórn þeirra. Samkvæmt skoðunum þeirra var forsetinn að kippa þingræðinu úr sambandi vegna heldur lítilvægs málefnis. Er nema vona að þessi ákvörðum vekti spurningar. Hér var forsetinn að grípa inn í starf Alþingis á pólitískan hátt og það ber að hafa í huga að hér var ekki um að ræða fyrsta skiptið sem Ólafur Ragnar Grímsson skipti sér af pólitík. Hann var atvinnupólitíkus um áratugaskeið og var meirihluta þess tíma ötull talsmaður stjórnmálaflokks sem var hatramur andstæðingur núverandi stjórnarflokka, stjórnmálaflokks sem var oftast lítll og óvinsæll. Sú staðreynd fór ekki framhjá mér vegna þess að faðir minn var þingmaður fyrir þennan smáa og óvinsæla stjórnmálaflokk. Það var því ekki óeðlilegt að ákvörðun forsetans vekti þá spurningu í huga Davíðs og annarra hvort hann hefði tekið þessa ákvörðun vegna pólitískra skoðana sem héldu honum inni á þingi um langan tíma. Og svo eru það menn einsog Bragi Kristjónsson bóksali sem halda því fram að forsetinn sé svo hégómagjarn að hann hafi tekið þessa ákvörðun til þess eins að koma sér í sviðsljósið. Það finnst mér heldur ljót skoðun þótt ekki sé loku fyrir það skotið að hún sé rétt. Sjálfum finnst mér líklegast að forsetinn hafi gert þetta vegna þess að honum þótti málið mikilvægt og að hann var á móti því. Eignarhald á fjölmiðlum Án tillits til þess hvaða skoðun menn hafa á því að forsetinn nýtti sér réttinn til þess að skrifa ekki undir lögin þá var þetta í fyrsta sinn sem rétturinn var nýttur og það hefði verið illa komið fyrir Íslandi ef þeir þingmenn sem samþykktu lögin hefðu ekki séð ástæðu til þess að velta því fyrir sér hvað væri að gerast og spyrja spurninga um réttmæti þess. Það var verið að máta þetta ákvæði við íslenska þjóðarsál. Og hvernig passaði það? Það er erfitt að segja vegna þess að fjölmiðlafrumvarpið var svo óvinsælt að það er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvort menn tóku afstöðu á móti því og voru reiðubúnir að fórna öllu, meðal annars þingræðinu, til þess að losna við það eða vegna þess að þeir voru raunverulega fylgjandi því að forsetinn hefði nýtt sér ákvæðið umrædda. Það er svo önnur spurning hvers vegna fjölmiðlafrumvarpið var svona óvinsælt. Ein ástæðan er vafalaust sú að frumvarpið var meingallað, önnur að Davíð rak málið af óbilgirni og smekkleysi og sú þriðja sem vegur ekki minnst er sá linnulausi áróður sem ákveðnir fjölmiðlar ráku gegn frumvarpinu. Þetta var áróður af því magni og þunga að hann hefði sjálfsagt nægt til að breyta fjalli og er í sjálfum sér ástæða þess að sett séu lög um fjölmiðla á Íslandi í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þeir beygli heimsmynd þjóðarinnar til þess að þjóna þröngum hagsmunum fárra. Ég er hins vegar ekki viss um að besta leiðin til þess liggi í gegnum takmörkun á eignarhaldi. Davíð og Jón Ásgeir Þriðja dæmið um vegvillu Hallgríms er að finna þar sem hann lýsir aðkomu Halldórs Ásgrímssonar að fjölmiðlamálinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru búnir að vera saman í stjórn á níunda ár og það hefur aldrei verið meiri velmegun í landinu en á þeim tíma. Það er ekki þar með sagt að ríkisstjórnir þeirra eigi allan heiðurinn skilinn. En þær hafa ýmislegt gott gert einsog að auka frelsi í íslensku viðskiptalífi sem hugmyndaríkir kaupsýslumenn hafa nýtt sér til þess að búa til mikil verðmæti, ekki bara sér heldur líka samfélaginu til hagsbóta. Einn af þessum kaupsýslumönnum, af yngri kynslóðinni, sem hafa nýtt sér þetta frelsi er Jón Ásgeir í Baugi og það er mikil synd að Davíð Oddsson og hann hafi ekki borið gæfu til þess að vinna saman. Þeir eru báðir gáfaðir og hugmyndaríkir menn, hvor á sínu sviði, og það eru lítil takmörk fyrir því sem þeir gætu gert fyrir íslenskt samfélag ef þeir legðu hendur á sama plóg. Það er líka ljóst að þegar flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda samsteypustjórn þá er tekist á um hin ýmsu málefni innan stjórnarinnar, enda er hugmyndin sú að flokkarnir haldi sjálfstæði sínu og verði ekki eins heldur leiti að málamiðlun, samnefnara, í flóknum málum. Davíð og Halldór hafa reynst hvor öðrum vel í stjórnarsamstarfinu og á þann hátt hafa þeir reynst samfélaginu vel. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi ekki snúið bökum saman í fjölmiðlamálinu og ég fæ ekki betur séð en Halldór hafi stutt Davíð af fullum heilindum þótt ég væri ekki hissa á því að hann hefði á köflum viljað að Davíð bæri sig svolítið öðruvísi að. Hann var ekki að kóa með Davíð einsog Hallgrímur segir í greininni. Hann var að vinna með honum af heilindum einsog góðir leiðtogar flokka í samsteypustjórn gera á erfiðum tímum. Kosningasjóðir stjórnmálaflokka Fjórða dæmið um málflutning Hallgríms er umfjöllun hans um samráð olíufélaganna. Í millifyrirsögn spyr hann: "Hvar eru blaðamennirnir sem geta sagt okkur hvað samráðsfurstarnir borguðu mikið í sjóði olíuflokkanna tveggja sem aldrei fást til að opna sitt eðla bókhald?" Hér er hann að gefa í skyn að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi á einhvern hátt verið keyptir af þeim sömu forstjórum olíufélaganna sem stóðu að samráðinu. Hann bendir ekki á neinar röksemdir þessu til stuðnings. Honum finnst sjálfsagt að hann þurfi ekki á því að halda vegna þess að innst inni er hann sammála mér um að markmið hans með greininni sé að vera eins ábyrgðarlaus og kostur er á. Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að þegar kemur að bókhaldi stjórnmálaflokkanna þá hafa þeir allir, ekki bara þeir tveir fyrrnefndu, tilhneigingu til þess að loka þegar þeim hentar, jafnvel fyrir sjálfum sér. Það var fyrir alþingiskosningarnar árið 1999 að stjórnendur Íslenskrar erfðagreiningar ákváðu að ef stjórnmálaflokkarnir leituðu til fyrirtækisins um stuðning yrði hann veittur upp að ákveðnu, hóflegu, marki. Daginn eftir kosningarnar birtist í Degi grein eftir Stefán Jón Hafstein þar sem hann hélt því fram að undirritaður hefði beyglað lýðræðið í landinu með því að bera fé á Sjálfstæðisflokkinn. Staðreyndir málsins eru hins vegar þær að til okkar leitaði Samfylkingin, bað um fé, fékk það og gekk heldur illa í kosningunum. Vinstri grænir leituðu til okkar og fengu og gekk vel í kosningunum, það gerði líka Framsóknarflokkurinn, en gekk illa. Sjálfstæðisflokkurinn leitaði hins vegar ekki til okkar og gekk vel í kosningunum. Þetta er athyglisvert af ýmsum ástæðum. Ein er sú að fjárframlög Íslenskrar erfðagreiningar höfðu greinilega engin áhrif á úrslit kosninganna. Önnur er sú að þótt Stefán Jón Hafstein hafi stjórnað kosningabaráttunni fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og sjálfsagt átt greiðan aðgang að bókum flokksins, og því átt að geta séð að flokkurinn hafði þegið stuðning af Íslenskri erfðagreiningu, þá kaus hann að hafa bækurnar lokaðar. Í huga Stefáns Jóns bauð moðreykurinn einfaldlega upp á skemmtilegra skítkast en staðreyndir og að því leyti virðast þeir Hallgrímur vera af sama toga. Öll stríð eru vond Fimmta dæmið er afstaða Hallgríms til hugmyndar Þjóðarhreyfingarinnar gegn stríðinu í Írak að kaupa auglýsingu í New York Times til þess að tjá afstöðu hennar. Nú vil ég leggja áherslu á að ég hef andúð á stríðinu í Írak og skil ekki almennilega hvernig Bandaríkjamenn réttlæta þessa vitleysu fyrir sjálfum sér því mér finnst harla ótrúlegt að þeir trúi sjálfir þeim skýringum sem þeir gefa opinberlega. Það er svo annað mál hvenig menn tjá þessa afstöðu. Það sem skyggir á hugmyndina að kaupa auglýsingu í NYT er til dæmis sú staðreynd að í gegnum tíðina hafa flestir einræðisherrar heimsins gert hið sama til þess að tjá skoðanir sínar og réttlæta það hvernig þeir níðast á þegnum sínum. Þeir sem koma ekki málum sínum að á annan hátt gera það gjarnan með því að kaupa sér auglýsingar. Það sem maður gerir ekki Síðasta dæmið sem ég ætla að taka um klaufaskapinn í grein Hallgríms, sem er kannski svolítið meira en klaufaskapur, er umfjöllunin um sjúkleika forsætisráðherra. Henni kemur hann fyrir í kafla sem hann kallar "Frí frá Davíð". Davíð Oddsson lenti inni á spítala og var greindur ekki með eitt krabbamein heldur tvö. Hann reyndist vera með tvo lífshættulega sjúkdóma. Og hvernig lýsir Hallgrímur því: "Við þurftum öll á því að halda að fá frí frá Davíð. Og landið líka." Og síðan: "Vonandi tækist læknum að skera af honum mestu gallana." Ég á erfitt með að koma orðum að þeim hugsunum sem svona sóðaskapur vekur hjá mér og þar sem hugsanir eru ekki til án orða þá er fullt eins líklegt að það sem þessi sóðaskapur Hallgríms framkalli hjá mér séu ekki hugsanir heldur bara tilfinningar einsog leiði og sorg. Svona talar maður ekki um sjúkdóma nokkurs manns nema það sé eitthvað að hjá manni, eitthvað mikið að hjá manni. Ég ætla hins vegar ekki að halda því fram að Hallgrímur sé geðveikur einsog hann gerði um Davíð, fyrst og fremst vegna þess að ég held ekki að hann sé það. Ég hef því leitað skýringar á þessu vandamáli í áhrifum umhverfis á Hallgrím og hún hljómar svona: Þrátt fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, sem Davíð Oddsson studdi dyggilega sem borgarstjóri, verðum við fyrir töluverðum áhrifum af veðurfari hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru svalir tveir síðustu mánuðir ársins 2004 með mörgum frostköldum dögum og þegar maður er búinn til höfuðsins einsog Hallgrímur Helgason er hætt við því að svona tíð skilji eftir sig kalbletti á heilaberkinum sem geta leitt til þess að menn glati allri tilfinningu fyrir því hvað er við hæfi í samfélagi siðaðra manna. Þessi grein var ekki skrifuð í reiði út í Hallgrím Helgason heldur til þess að lýsa andúð minni á málflutningi af þeirri gerð sem hann notar í greininni umræddu og markast af persónulegum árásum, tilraunum til þess að meiða, óbilgirni og skorti á virðingu fyrir þeim gildum sem gera íslenskt samfélag að góðum stað. En nú er nóg sagt í bili og finnst sjálfsagt flestum bera í bakkafullan lækinn og ég ætla að fara í Þjóðleikhúsið að sjá leikrit sem heitir Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikstjórn Baltasars sem er snillingur. Þeir vinna svo vel saman félagarnir. Og ég hlakka til.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun