Segir við orkufyrirtækin að sakast 27. janúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira