Segir við orkufyrirtækin að sakast 27. janúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira