Innlent

Fékk bætur fyrir líkamstjón

Hæstiréttur dæmdi Reykjavíkurborg í dag til að greiða ungri konu tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir á Hinsegin dögum árið 2002. Konan varð undir skyggni sem féll á hóp hátíðargesta á Ingólfstorgi. Tugir manna urðu undir skyggninu, þar á meðal konan sem fékk höfuðhögg og skurð á höfuðið, auk þess að togna í hálsi og baki. Héraðsdómur hafði áður sýknað Reykjavíkurborg og Hinsegin daga af skaðabótakröfu konunnar en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tjón konunnar mætti rekja til gáleysis Reykjavíkurborgar og skal hún því greiða konunni skaðabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×