Gerðu athugasemdir við vinnubrögð 27. janúar 2005 00:01 Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira