Gerðu athugasemdir við vinnubrögð 27. janúar 2005 00:01 Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira