Hvíta húsið með yfirlýsingu Davíðs 26. janúar 2005 00:01 Á heimasíðu Hvíta hússins er að finna yfirlýsingu frá Davíð Oddssyni, fyrrum forsætisráðherra, sem dagsett er 18. mars 2003, sama dag og hann tók þá ákvörðun ásamt Halldóri Ásgrímssyni, að Íslendingar styddu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Yfirlýsingin er svohljóðandi: "Bandaríkin líta nú svo á að öryggi þeirra sé stórlega í hættu gagnvart gjörðum og árásum hryðjuverkamanna og vegna fjölda hótana frá löndum sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þau trúa því að stuðningur frá þessu litla landi hafi að segja... Yfirlýsingin sem íslenska ríkisstjórnin gaf út varðandi deilurnar í Írak felur það í sér að við munum halda áfram þeirri nánu samvinnu sem við höfum haft við hinn öfluga bandamann okkar í vestri. Í fyrsta lagi felur þetta í sér leyfi til þess að fljúga yfir íslenska lofhelgi. Í öðru lagi leyfi til að nota Keflavíkurflugvöll ef þörf er á. Í þriðja lagi munum við taka þátt í uppbyggingu í Írak eftir að stríði lýkur. Í fjórða lagi lýsum við yfir pólitískum stuðningi við að ályktun 1441 sé framfylgt eftir fjögurra mánaða töf." Í yfirlýsingu Davíðs kemur fram að íslenska ríkisstjórnin hafi gefið út yfirlýsingu varðandi deilurnar í Írak. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali í Kastljósinu, 6. desember síðastliðinn, þegar hann var spurður hvort ríkisstjórnin hefði samþykkt að styðja innrásina í Írak: "Það var engin formleg samþykkt gerð um það í ríkisstjórn." Fréttablaðið óskaði eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu um það hvaða yfirlýsingu Davíð væri að vísa til. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, vildi þetta eitt um málið segja: "Bandarískum yfirvöldum var tilkynnt ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hún lá fyrir." Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Á heimasíðu Hvíta hússins er að finna yfirlýsingu frá Davíð Oddssyni, fyrrum forsætisráðherra, sem dagsett er 18. mars 2003, sama dag og hann tók þá ákvörðun ásamt Halldóri Ásgrímssyni, að Íslendingar styddu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Yfirlýsingin er svohljóðandi: "Bandaríkin líta nú svo á að öryggi þeirra sé stórlega í hættu gagnvart gjörðum og árásum hryðjuverkamanna og vegna fjölda hótana frá löndum sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þau trúa því að stuðningur frá þessu litla landi hafi að segja... Yfirlýsingin sem íslenska ríkisstjórnin gaf út varðandi deilurnar í Írak felur það í sér að við munum halda áfram þeirri nánu samvinnu sem við höfum haft við hinn öfluga bandamann okkar í vestri. Í fyrsta lagi felur þetta í sér leyfi til þess að fljúga yfir íslenska lofhelgi. Í öðru lagi leyfi til að nota Keflavíkurflugvöll ef þörf er á. Í þriðja lagi munum við taka þátt í uppbyggingu í Írak eftir að stríði lýkur. Í fjórða lagi lýsum við yfir pólitískum stuðningi við að ályktun 1441 sé framfylgt eftir fjögurra mánaða töf." Í yfirlýsingu Davíðs kemur fram að íslenska ríkisstjórnin hafi gefið út yfirlýsingu varðandi deilurnar í Írak. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali í Kastljósinu, 6. desember síðastliðinn, þegar hann var spurður hvort ríkisstjórnin hefði samþykkt að styðja innrásina í Írak: "Það var engin formleg samþykkt gerð um það í ríkisstjórn." Fréttablaðið óskaði eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu um það hvaða yfirlýsingu Davíð væri að vísa til. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, vildi þetta eitt um málið segja: "Bandarískum yfirvöldum var tilkynnt ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hún lá fyrir."
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira