Hvíta húsið með yfirlýsingu Davíðs 26. janúar 2005 00:01 Á heimasíðu Hvíta hússins er að finna yfirlýsingu frá Davíð Oddssyni, fyrrum forsætisráðherra, sem dagsett er 18. mars 2003, sama dag og hann tók þá ákvörðun ásamt Halldóri Ásgrímssyni, að Íslendingar styddu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Yfirlýsingin er svohljóðandi: "Bandaríkin líta nú svo á að öryggi þeirra sé stórlega í hættu gagnvart gjörðum og árásum hryðjuverkamanna og vegna fjölda hótana frá löndum sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þau trúa því að stuðningur frá þessu litla landi hafi að segja... Yfirlýsingin sem íslenska ríkisstjórnin gaf út varðandi deilurnar í Írak felur það í sér að við munum halda áfram þeirri nánu samvinnu sem við höfum haft við hinn öfluga bandamann okkar í vestri. Í fyrsta lagi felur þetta í sér leyfi til þess að fljúga yfir íslenska lofhelgi. Í öðru lagi leyfi til að nota Keflavíkurflugvöll ef þörf er á. Í þriðja lagi munum við taka þátt í uppbyggingu í Írak eftir að stríði lýkur. Í fjórða lagi lýsum við yfir pólitískum stuðningi við að ályktun 1441 sé framfylgt eftir fjögurra mánaða töf." Í yfirlýsingu Davíðs kemur fram að íslenska ríkisstjórnin hafi gefið út yfirlýsingu varðandi deilurnar í Írak. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali í Kastljósinu, 6. desember síðastliðinn, þegar hann var spurður hvort ríkisstjórnin hefði samþykkt að styðja innrásina í Írak: "Það var engin formleg samþykkt gerð um það í ríkisstjórn." Fréttablaðið óskaði eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu um það hvaða yfirlýsingu Davíð væri að vísa til. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, vildi þetta eitt um málið segja: "Bandarískum yfirvöldum var tilkynnt ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hún lá fyrir." Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Á heimasíðu Hvíta hússins er að finna yfirlýsingu frá Davíð Oddssyni, fyrrum forsætisráðherra, sem dagsett er 18. mars 2003, sama dag og hann tók þá ákvörðun ásamt Halldóri Ásgrímssyni, að Íslendingar styddu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Yfirlýsingin er svohljóðandi: "Bandaríkin líta nú svo á að öryggi þeirra sé stórlega í hættu gagnvart gjörðum og árásum hryðjuverkamanna og vegna fjölda hótana frá löndum sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þau trúa því að stuðningur frá þessu litla landi hafi að segja... Yfirlýsingin sem íslenska ríkisstjórnin gaf út varðandi deilurnar í Írak felur það í sér að við munum halda áfram þeirri nánu samvinnu sem við höfum haft við hinn öfluga bandamann okkar í vestri. Í fyrsta lagi felur þetta í sér leyfi til þess að fljúga yfir íslenska lofhelgi. Í öðru lagi leyfi til að nota Keflavíkurflugvöll ef þörf er á. Í þriðja lagi munum við taka þátt í uppbyggingu í Írak eftir að stríði lýkur. Í fjórða lagi lýsum við yfir pólitískum stuðningi við að ályktun 1441 sé framfylgt eftir fjögurra mánaða töf." Í yfirlýsingu Davíðs kemur fram að íslenska ríkisstjórnin hafi gefið út yfirlýsingu varðandi deilurnar í Írak. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali í Kastljósinu, 6. desember síðastliðinn, þegar hann var spurður hvort ríkisstjórnin hefði samþykkt að styðja innrásina í Írak: "Það var engin formleg samþykkt gerð um það í ríkisstjórn." Fréttablaðið óskaði eftir svörum frá utanríkisráðuneytinu um það hvaða yfirlýsingu Davíð væri að vísa til. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, vildi þetta eitt um málið segja: "Bandarískum yfirvöldum var tilkynnt ákvörðun forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hún lá fyrir."
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira