Innlent

Gripnir með amfetamín og hass

Lögreglan á Akranesi gerði nokkuð magn fíkniefna upptækt þegar hún stöðvaði bifreið í nótt við umferðareftirlit. Í bifreiðinni voru þrír ungir menn og þótti hegðun þeirra einkennileg. Ákveðið var að skoða nánar hvað þarna var á ferð og var gerð lausleg leit á vettvangi. Fundust þá fjögur grömm af ætluðu amfetamíni sem einn þeirra hafði látið falla á jörðina. Í framhaldi af þessu voru mennirnir færðir á lögreglustöð og fór þar fram ítarlegri leit og fundust þá í bifreiðinni 160 grömm af hassi. Mennirnir viðurkenndu við yfirheyrslur í nótt að eiga efnin saman og að hluti þeirra hefði verið ætlaður til sölu norður í landi. Þeir voru látnir lausir í morgunsárið en málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×