Hollywood-kúrinn tekinn úr umferð 25. janúar 2005 00:01 Innflytjendum Hollywood-kúrsins hefur verið synjað um leyfi til að markaðssetja hann af Umhverfisstofnun. Innflytjandinn hefur samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fjarlægt drykkinn af sölustöðum. Steinar B. Aðalbjörnsson, fagssviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimildina ekki hafa fengist þar sem of mikið af A-vítamíni séu í kúrnum. Mikil neysla á A-vítamíni geti valdið ógleði, höfuðverk og lifrarskemmdum. Hjá þunguðum konum geti of mikið A-vítamín valdið fósturskaða. Steinar segir Lýðheilsustöð hafa reiknað að dagleg neysla þeirra sem neyti kúrsins geti orðið allt að 5.000 míkrógrömmum sem sé 2.000 míkrógrömmum yfir hættumörkum. Hollywood-kúrinn var á 43 drykkja lista sem forsvarsmenn Ölgerðinnar Egils Skallagrímssonar bentu á að væru í verslunum án leyfis. Við stöðvun á dreifingu vítamínbætts Kristal plúss vildu þeir sýna það ójafnræði sem þeir segja að gæti milli íslenskra og erlendra neysluvara. Heilsa Innlent Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Innflytjendum Hollywood-kúrsins hefur verið synjað um leyfi til að markaðssetja hann af Umhverfisstofnun. Innflytjandinn hefur samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis fjarlægt drykkinn af sölustöðum. Steinar B. Aðalbjörnsson, fagssviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir heimildina ekki hafa fengist þar sem of mikið af A-vítamíni séu í kúrnum. Mikil neysla á A-vítamíni geti valdið ógleði, höfuðverk og lifrarskemmdum. Hjá þunguðum konum geti of mikið A-vítamín valdið fósturskaða. Steinar segir Lýðheilsustöð hafa reiknað að dagleg neysla þeirra sem neyti kúrsins geti orðið allt að 5.000 míkrógrömmum sem sé 2.000 míkrógrömmum yfir hættumörkum. Hollywood-kúrinn var á 43 drykkja lista sem forsvarsmenn Ölgerðinnar Egils Skallagrímssonar bentu á að væru í verslunum án leyfis. Við stöðvun á dreifingu vítamínbætts Kristal plúss vildu þeir sýna það ójafnræði sem þeir segja að gæti milli íslenskra og erlendra neysluvara.
Heilsa Innlent Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira