
Innlent
Gæsluvarðhald rennur út í dag

Gæsluvarðhald yfir íslenskri konu, sem handtekin var í Leifsstöð á þriðjudag með fíkniefni í fórum sínum, rennur út í dag. Ekki hefur verið gefið upp hversu mikið af fíkniefnum fannst en hún var bæði með efni innvortis og innan klæða. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn þegar hún var handtekin.