Innlent

Eþíópímaður dæmdur í fangelsi

Eþíópíumaður með sænskt ríkisfang var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir aðstoða par frá Eþíópíu við að komast ólöglega inn í landið. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð skömmu fyrir áramót ásamt fólkinu sem kom hingað frá Osló, en ferðinni var heitið áfram vestur til Bandaríkjanna. Parið var dæmt í mánaðarlangt fangelsi fyrir viku en maðurinn með sænska ríkisfangið var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Eyjólfur Kristjánsson, lögfræðingur hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, segir að fólkið verði sent til heimalanda sinna að lokinni afplánun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×