Viðurkennir fyrningu kærunnar 19. janúar 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Hildur Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir úr Vestmannaeyjum, bjó við áralangt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns sem nú er í haldi lögreglu í Þýskalandi fyrir tilraun til smygls á kókaíni og hassi. Hún greindi frá því í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í lok síðustu viku að kæra á hendur honum fyrir líkamsárás hafi gleymst og verið fyrnd þegar kom að ákæru. Fréttastofa hefur án árangurs reynt að fá Karl Gauta Hjaltason, sýslumann í Vestmannaeyjum, í viðtal vegna málsins. Í dag barst frá honum yfirlýsing þar sem fram kemur að lögreglan hafi oft haft afskipti af málum Hildar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi Hildar og heimilis hennar. Þannig hafi embættið snemma á árinu 2003 farið fram á nálgunarbann sem lagt hafi verið á í fimm mánuði. Í gögnum lögreglu sé að finna eina skráningu vegna brots á því og hafi sýslumaður talið að ástandið hafi skánað verulega á þeim tíma. Fram hafi komið í umfjöllun Stöðvar 2 að nálgunarbann hafi verið brotið en fyrir það hafi maðurinn verið ákærður og dæmdur ásamt með nokkrum öðrum brotum. Við gerð þeirrar ákæru hafi komið í ljós að eitt af þeim fjölmörgu málum sem lágu fyrir á hendur kærða, þ.e. líkamsárás sú sem Hildur kærði, hafi verið fyrnd. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir Héraðsdómi Suðurlands síðastliðið sumar. Frekari eftirmálar verða ekki í málinu hvað varðar Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum en Hildur getur enn höfðað skaðabótamál á hendur manninum fyrir líkamsárásina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Hildur Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir úr Vestmannaeyjum, bjó við áralangt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns sem nú er í haldi lögreglu í Þýskalandi fyrir tilraun til smygls á kókaíni og hassi. Hún greindi frá því í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í lok síðustu viku að kæra á hendur honum fyrir líkamsárás hafi gleymst og verið fyrnd þegar kom að ákæru. Fréttastofa hefur án árangurs reynt að fá Karl Gauta Hjaltason, sýslumann í Vestmannaeyjum, í viðtal vegna málsins. Í dag barst frá honum yfirlýsing þar sem fram kemur að lögreglan hafi oft haft afskipti af málum Hildar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi Hildar og heimilis hennar. Þannig hafi embættið snemma á árinu 2003 farið fram á nálgunarbann sem lagt hafi verið á í fimm mánuði. Í gögnum lögreglu sé að finna eina skráningu vegna brots á því og hafi sýslumaður talið að ástandið hafi skánað verulega á þeim tíma. Fram hafi komið í umfjöllun Stöðvar 2 að nálgunarbann hafi verið brotið en fyrir það hafi maðurinn verið ákærður og dæmdur ásamt með nokkrum öðrum brotum. Við gerð þeirrar ákæru hafi komið í ljós að eitt af þeim fjölmörgu málum sem lágu fyrir á hendur kærða, þ.e. líkamsárás sú sem Hildur kærði, hafi verið fyrnd. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir Héraðsdómi Suðurlands síðastliðið sumar. Frekari eftirmálar verða ekki í málinu hvað varðar Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum en Hildur getur enn höfðað skaðabótamál á hendur manninum fyrir líkamsárásina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira